mánudagur, september 06, 2004

Það hlaut nú að koma að því,.... - ég er formlega búin að gera mig að fífli í Århus Teknisk skole;

Þannig er nú það, að við vorum í dag í fagi sem kallast INTERCULTURAL STUDIES, og í dag var kennari með okkur sem kallast Peter, en hann hefur venjulegast verið með dönsku multimediakrökkunum, en ekki okkur útlensku. Þeir eru nefnilega tveir kennararnir sem að sjá um að kenna þetta fag ( hann og ein kona ), og konan er s.s búin að vera meira með okkur hingað til, ... en þessi Peter hefur nú eitthvað aðeins verið að láta sjá sig. Svona nóg til þess að maður viti hver hann er og hvað hann heitir !

Nema hvað, að í dag var hann s.s með okkur, útlenska bekkinn,- og af því að hann er búinn að vera svo lítið með okkur þá veit hann ekki enn nöfnin okkar. Þannig að í byrjun tímans, þá ákvað hann að við færum í nafnaleik. Þannig að við stóðum upp og mynduðum svona hring og einn byrjaði og sagði nafnið sitt, næsti við hliðina sagði nafnið á þessum fyrsta og svo nafnið sitt, þriðji maðurinn segir nafnið á þessum fyrsta, nafnið á þessum númer tvö og svo nafnið sitt,... o.s.frv. Þannig að eftir því sem lengra líður á röðina, því fleiri nöfn þarf viðkomandi að muna !

En allavegana,.. ég var frekar aftarlega í hringnum ( næst-næst-öftust af einhverjum 25 - 30 manns ) og Hrönn vinkona er við hliðina á mér.
Hún líkur sér af á mettíma.. þekkti öll nöfnin og spýtti þessu út úr sér, svo hratt að allur bekkurinn fór að klappa.
Síðan kemur að mér og ég byrja; " Purang, Siggi, Muzaffar....... bla bla bla.... Arnar Þór, Brian, Egill,... bla bla bla.. Hrönn and I am Erna ! "
Þetta tókst líka nokkuð hratt hjá mér og ég sat þarna stolt og nokkuð góð með mig. Sá að kennarinn brosti... hélt að hann væri svona dolfallinn yfir getu íslenskra ungmeyja að læra mannsnöfn.
Síðan kemur að næstseinasta aðilanum, stráknum hinumegin við hliðina á mér, Davíð, og hann byrjar að þylja þetta allt upp; " Purang, Siggi, Muzaffar,.... bla bla bla... Arnar Þór, PETER ( og bendir á kennarann), Egill.. bla bla bla..... "

Og ég bara -- FOKKKKK ! - ÉG kallaði kennarann BRIAN ! !!! Sem væri svosum allt í lagi, nema hvað AÐ HANN HEITIR ÞAÐ BARA ALLS EKKI !!!!!!!!! --
Og ég snéri mér að Hrönn og; " Bíddu... kallaði ég ekki Peter - Brian ?!?! "
Og hún alveg " Júbb ! Ég tók einmitt eftir því. Og þú nefndir eiginlega ekkert nafn eins hátt og BRIAN !! "
Sjitt maður ! Ekki furða að kallanginn hafi brosað svona þegar ég var búin að ljúka mér af !!

Ekkert smááá fyndið,.. ég var ekki langt frá því að pissa í brækurnar !
Breytir því samt ekki að mér leið eins og hálfvita og hálf langaði að labba bara út úr stofunni og taka næsta strætó heim ! :)

Ég veit ekki af hverju,... en í mínum huga er þessi blessaði kennari bara BRIAN !
Ég gera mér alveg fullkomna grein fyrir því að hann heitir það SLET IKKE ! En ég tengi hann samt alltaf við þetta nafn !

Spurningin um að gera bara gott úr þessu og kalla hann bara Brian hér eftir !

---

Annars er lífið bara að verða að rútínu aftur, sem er mjög fínt eftir kærkomið rútínu-frí !
Það er alveg nóg að gera, og ég geri eiginlega ekkert annað en að þrífa og þvo þvott; mér finnst ég alltaf vera með tusku, ryksugu eða óhreinatau í hendi ( mamma ! Fæ ég ekki einhver stig fyrir það ??? :)
Og svo er alveg nóg að gera í lestri fyrir skólann, milli þess sem að ég fer út að hlaupa, elda og sofa !

En ég kvarta ekki,... ég er búin að bíða lengi eftir þessu öllu saman. JIbbí jibbí.. gaman gaman !

Og akkúrat núna, þá þarf ég að hella mér ofan í bækurnar,.. maður verður nú að vera skipulagður í öllum þessum kaos.

Until we meet again,......







This page is powered by Blogger. Isn't yours?