miðvikudagur, september 01, 2004

Heidilíhó.. .neibör !!!

Haldiði ekki bara að dagurinn í dag sé búinn að fljúga frá mér,... eins og lítil hvít dúfa með brúna bletti á bakinu !

Ég fór s.s í skólann í morgun, og tók aftur réttan strætó. Hugsa að ég þurfi ekkert að taka það fram hér eftir, því að það er örugglega ekki hægt að klúðra þessu eftir þetta.
Og dagurinn í skólanum í dag var ÓGEÐSLEGA skemmtilegur. Við vorum í VISUALISATION, og frá klukkan 9-13.30 var kennarinn að tala um grafíska hönnun; reglur sem gilda og aðferðir sem eru notaðar og svona, og mér fannst ekkkkert SMÁÁÁ gaman. Þetta er alveg greinilega eitthvað sem að ég gæti hugsað mér að vinna við.

Svo fengum við smá heimaverkefni fyrir næstu viku; hanna bókakilju ! Það er samt ekkert sem verður sett í framleiðslu :)
Það voru reyndar nokkrar takmarkanir, og það var ákveðinn texti sem við áttum að koma fyrir. Þannig að þetta verkefni var svosum ekkert stórt eða merkilegt heldur,.. en ég er hryllilega spennt fyrir þessu og er þegar búin að búa til 3 tegundir. Þarf svo bara að velja á milli.

Annars er ég búin að vera að lesa í allt kvöld um PHOTOSHOP,.. en það er víst forrit forritanna hjá grafískum hönnuðum. Þannig að það er eins gott að maður fari að fikta eitthvað í þessu hérna heima. Líka miðað við hvað maður sér í þessum bekk, .. þá er örugglega meira en helmingurinn, og gott betur það, með einhverskonar reynslu í hönnun, eða prentun, eða forritun eða einhverju álíka. Og ég veit ekkert í minn litla haus, hvað það varðar !

Þannig að .. svona er dagurinn búinn að vera hjá mér í dag... bara læra læra læra, og svo fór ég reyndar út að hlaupa líka, strax eftir skóla.
Við erum ekki einu sinni búin að elda kvöldmat ( klukkan er að verða 22 ) og við munum örugglega ekki gera það, vegna þess að Martin er líka á kafi í lestri.

Planið var reynar að kíkja niðrí bæ og fara á veitingastað þar, vegna þess að það var ekki æfing hjá Martini í kvöld og þessi FESTUGE er enn í gangi. En s.s.... svo var svo mikið að gera hjá okkur í heimalærdómi,.. að við ákváðum bara að sleppa því að borða !
Já,. svei mér þá.. bara sleppa því alveg ! ! !
Það er ekki eins og ég sé að missa af miklu,.. ég á eftir að éta á morgun, og hinn og hinn og hinn...
Of ef ég þekki mig rétt, þá á ég eftir að éta yfir mig á morgun og hinn og hinn og hinn...
þannig að ég veit ekki betur en að ég hafi bara gott af því að sleppa matnum svona við og við.

Úff ! Ég sé það að ég hef ekkert merkilegt að segja í dag. Ég er svo hryllilega þreytt, og ég var svo örmagna í morgun þegar ég vaknaði að ég er eiginlega búin að vera að bííííða eftir því að komast um í rúm, allavegana síðan klukkan 10 í morgun. MMmMmmmMMMM !!!

Þannig að ég hef s.s enga skemmtilega sögu að segja í dag, og þar sem ég er að reyna að takmarka skrifin, þá ætla ég bara að hætta hér og nú, lesa smá í viðbót og taka svo fagnandi á móti bölvuðu vitleysunni sem streymir úr undirmeðvitundinni minni í formi fáránlegra drauma,.. en ég tek einnig fagnandi á móti sumrinu ( aftur ), og ég tek fagnandi á móti fjárframlögum í STÚDENTASJÓÐINN MINN,.. en umfram allt, þá tek ég fagnandi á móti svona litlum hitabrúsa, sem að rúmar kannski 2 bolla af kaffi, sem ég get tekið með mér í skólann á morgnana !
Baaaaara svona...ef einhver er í gjafastuði og á of mikinn pening....

Æjjj.. þetta er nú meiri vitleysan alltaf hérna hjá mér

Ætla að enda þetta á brandara;

---
Fúsi fíll og Elías maur fóru saman í sundlaugina í Laugardal. Nema hvað,... þegar þeir standa þarna í sturtunni þá allt í einu grípur Fúsi um ennið ( og typpið );
" Damn ! Ég gleymdi sundskýlunni minni !?!? "
Þá sagði Elías maur;
" Það er allt í lagi,........ ég kom með eina auka ! ! ! "

BBWAHAAHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHA....

Leirahh,....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?