mánudagur, september 13, 2004

Ég býst við að hitabylgjan sé yfirgengin og yfirstaðin hérna í Danaveldi.
Það er bara búið að vera bölvað suddaveður seinustu 2-3 dagana, og lítur ekki út fyrir að vera á leiðinni að batna. Það er bara búið að skiptast á; rigning, vindur, rigning, rok,....

Ég fór í dag út í Nettó að versla það sem vantaði í kvöldmatinn, og þar sem að ég fór beint eftir útihlaupin þá var ég aðeins klædd í inniskó og gúmmíföt.
Nema hvað, að þegar ég var á heimleið, með tvo ofurþunga innkaupapoka, þá var líka þessi brjálaði vindur á móti mér alla leiðina, sem gerði það að verkum að buxurnar mínar fuku til og lögðust svona líka skemmtilega vel að löppunum á mér og ég leit út eins og Hrói Höttur í þröngum gammósíum !! Ef ég hefði verið í grænu geimverubuxunum mínum, þá hefði ég slegið öll met !!
Bölvað suddaveður !

Skemmtileg saga !

---
Annars er ég búin að vera að spá í að senda pening í minningasjóð mannsins sem að fann upp ísinn. Guð blessi hann, amen og húbba húlla,- ég segi nú ekki annað !

Jæks ! Hversu óheyrilega góður er Mc-Flurry !?
Hversu óheyrilega góður er ís, yfir höfuð !?
Jækirí-jæks,... mig langar í Álfheima ( Skeifheima ) - þeyting !
Ef einhvern langar að senda mér eitthvað óvænt,....

---

Og svona er nú bara það.
Ég er ekki búin að vera að gera neitt meira hallærislegt í skólanum, síðan ég seinast sagði frá óförum mínum þar á bæ. En ef ég þekki mig rétt,.. þá fer eitthvað að koma á yfirborðið,... ég hreinlega finn það á mér.
Og um leið og eitthvað gerist,.. þá fer það inn á bloggið, don´t worry my darlings ! :)

Ohhh well,.. ég er farin að glugga aðeins í skólabækurnar
I´ll be back,....












This page is powered by Blogger. Isn't yours?