miðvikudagur, september 22, 2004

Úfff !
Nú er stressið rólega farið að renna í gegnum líkamann með blóðflæðinu.
Er að fara að halda kynningu á morgun á þessu verkefni sem ég er búin að vinna að seinustu dagana.
En málið er nefnilega það, að það eru engin jólapróf hjá okkur núna í Desember, heldur erum við með þetta verkefni og 3 í viðbót á þessari önn sem að virka svona soldið eins og próf,.. þ.e.a.s við verðum metin fyrir þetta og þurfum að fá ágætiseinkunn til að geta haldið áfram !

Ég er samt alveg ágætlega sátt við mitt, svona miðað við að þetta er í fyrsta sinn sem ég hanna annað eins.
Veit samt að ég fæ gott þunglyndiskast á morgun, þegar ég sit og hlusta og horfi á alla aðra kynna sitt, ... því ég er örugglega í hópi þeirra slökustu hvað þetta varðar, vegna þess að það eru margir í þessum hóp sem hafa einhverskonar reynslu þessu tengdu !

Nenni bara ekki að vera að pæla í þessu of mikið. Því að þá byrja ég að breyta því sem ég er komin með, ... breyta og breyta endalaust,.. og þá get ég aldrei orðið sátt !
Þannig að ég ætla bara að hafa þetta eins og þetta er, hana nú og hopp og hí og trallallaaa !

Bið bara alla landsmenn, hér og þar, um að hugsa til mín á morgun, einhvern tímann á milli 9 og 11.30 að mínum tíma !!!

Merkilegt nok, þá er ég samt lítið sem ekkert hrædd við að tala fyrir framan allt þetta fólk; svona miðað við hvað ég varð alltaf stressuð í Versló, þá er það miklu minna mál hérna í Baunalandi !

Svona er maður orðinn þroskaður.... ja hérna hér !

---

Ég fór í dag og keypti nål og sytråde ( nál og tvinna ),.. og er strax búin að lappa uppá einar buxur sem martin á,... og eftir bíður alveg bunki af fötum.
Ég sé það eiginlega núna að ég hefði kannski frekar átt að fara í Húsmæðraskólann, miðað við öll myndalegheitin hérna á heimilinu.

Æjj, ég ætla að fara að renna yfir morgundagsræðuna mína einu sinni enn,
wish me luck
kreiiiisí in da rebenúí...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?