sunnudagur, september 05, 2004

Það er nú mikið lítið sem ég hef að segja í dag, - mest ekki neitt !

Er nefnilega ekki búin að vera að gera neitt annað í dag en að læra og þvo þvott.

Við Martin löbbuðum einn hring í gærkvöldi niðrí bæ,... maður ó maður.. það var svo HRYLLILEGA TROÐIÐ að það var sko ekki mönnum bjóðandi. Örugglega svipað, ef ekki verra og á 17. júní heima á Íslandi.....
Alveg nóg um að vera, fullt af tjöldum með allskonar tónlistaratriðum, allt morandi í bjórsölubásum, drasli og brotnum flöskum, og furðulegum manneskjum,...
Það var samt gaman að þessu.

En við vorum bæði svo þreytt eftir kvöldið áður að við drápumst uppi í rúmi nokkuð snemma, og sváfum eins og lítil lömb til klukkan hálf 11 í morgun. MMMmmmm .. dejligt !

En s.s... síðan er bara búinn að vera bókalestur í allan dag, og núna rétt í þessu er Martin súperkokkur ( supercock !! :) að elda girnilegar ostapulsur ( mmmmm ), beikon og baquette í ofni. Nenntum nefnilega ekkert að vera að hafa of mikið fyrir þessum blessaða sunnudagsmat í dag. EKki það... þessar dýrindis ostapulsur eru þvílík snilld að ef ég get ekki eignast barn þegar að því kemur ( God forbid ), þá ætla ég að ættleiða nokkrar slíkar !!!

En jæja... maturinn er klar,
rebenúí in da krímhás
erna....OUT !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?