LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
laugardagur, september 11, 2004
Það er allt að verða brjálað hérna í Árhúsum !
Nema hvað, að í gær í skólanum var ákveðið að halda partý fyrir bekkinn. Ekki leiðinlegt, þar sem mér fannst ég ennþá eiga það inni að skemmta mér ærlega, vegna þess að ég hafði ekki getað tekið það almennilega út þegar ég hélt partýið sjálf, af því að ég var svo hryllilega stressuð og alltaf að reyna að fylgjast með að ekkert færi úrskeiðis !
Þannig að í gær var það bara.. revenge of the stress nerves, og ég skellti mér í partýið í góðum fíling.
Egill, Íslendingurinn sem að hélt partýið, býr soldið hérna frá mér, og ég var ekki alveg með það á hreinu hvar og hvaða strætó átti að taka, og vildi eiginlega ekki taka sjénsinn á því að enda einhversstaðar í Þýskalandi.
Þannig að ég tók leigubíl, og lenti á trúnó með Afgananum sem að var við stýrið,.. þ.e.a.s hann var eitthvað frekar leiður og þreyttur á Danmörku og trúði mér fyrir því hversu kaldir og leiðinlegir Danir eru, hversu ömurlegt veðrið sé hérna, og hversu mikið hann saknar mömmu sinnar og bróður sem ennþá búa þarna hinumegin ! Greyið !
Þannig að ég setti á mig sálfræðihanskana og reyndi að peppa hann upp. Veit ekkert hvernig það fór, en miðað við aldur og fyrri störf,.. þá er hann örugglega í góðum málum eftir þetta litla spjall.
Það var alveg ógeðslega gaman í partýinu, langt síðan að ég hef skemmt mér svona mikið og vel.
Eitt reyndar sem ég var ekki alveg að fíla,... Egill og kærastan hans ( Helga Guðrún ) eiga 2 slöngur. Óbjóðins slöngur! Og í gær urðum við vitni að því þegar að hann gaf annarri þeirra að borða.... hann kom með litla lifandi og ógeðslega krúttlega mús og sleppti henni lausri ofan í búrið. Örugglega með því ÓGEÐSLEGASTA sem ég hef á ævinni séð, ... slangan henti sér á litlu krúsímúsina og vafði sig utan um hana og kreisti úr henni alla líftóruna.
Eins viðbjóðslegt og þetta var,... þá var samt eitthvað sem togaði í mann, og ég eiginlega "varð" að sjá þetta. Ekki lengi samt,.... bara svona rétt nóg til að geta sagst hafa séð !
Ojjjj.
En allavegana,.. svo fórum við niðrí bæ og það var alveg dúndurstuð. Ég ætlaði að taka myndavélina með mér, en gleymdi því.
Og við vorum niðrí bæ þar til að það var búið að loka öllu, og svo kom ég heim klukkan hálfsjö í morgun. Ógeðslega þreytt en ógeðslega ánægð !
Svo heyrði ég bæði í Guðrúnu og Guðrúnu... þ.e.a.s Guðrúnu Bj og Gunnu Dóru,.. það var rosa gaman að heyra í þeim,.. langt síðan að ég hef heyrt raddirnar þeirra. Maður lifandi !
---
Núna er partý í gangi hjá bekknum hans Martins,... það er víst einhver svona pöbbarölt-stemning og þau labba frá einu heimili yfir í annað og viðkomandi húsráðandi splæsir á alla svona 2-3 bjórum ( á mann,.. þ.e ! )
Ég er eiginlega bara að bíða eftir að þau komi hingað, það verður örugglega hvað úr hverju.
Ég efast samt um að ég fari með þeim niðrí bæ, ég er svo hrottaralega þreytt að ég er að berjast við að halda augunum opnum !
Annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi, elskurnar mínar
until next,..
hasta la vista !
Nema hvað, að í gær í skólanum var ákveðið að halda partý fyrir bekkinn. Ekki leiðinlegt, þar sem mér fannst ég ennþá eiga það inni að skemmta mér ærlega, vegna þess að ég hafði ekki getað tekið það almennilega út þegar ég hélt partýið sjálf, af því að ég var svo hryllilega stressuð og alltaf að reyna að fylgjast með að ekkert færi úrskeiðis !
Þannig að í gær var það bara.. revenge of the stress nerves, og ég skellti mér í partýið í góðum fíling.
Egill, Íslendingurinn sem að hélt partýið, býr soldið hérna frá mér, og ég var ekki alveg með það á hreinu hvar og hvaða strætó átti að taka, og vildi eiginlega ekki taka sjénsinn á því að enda einhversstaðar í Þýskalandi.
Þannig að ég tók leigubíl, og lenti á trúnó með Afgananum sem að var við stýrið,.. þ.e.a.s hann var eitthvað frekar leiður og þreyttur á Danmörku og trúði mér fyrir því hversu kaldir og leiðinlegir Danir eru, hversu ömurlegt veðrið sé hérna, og hversu mikið hann saknar mömmu sinnar og bróður sem ennþá búa þarna hinumegin ! Greyið !
Þannig að ég setti á mig sálfræðihanskana og reyndi að peppa hann upp. Veit ekkert hvernig það fór, en miðað við aldur og fyrri störf,.. þá er hann örugglega í góðum málum eftir þetta litla spjall.
Það var alveg ógeðslega gaman í partýinu, langt síðan að ég hef skemmt mér svona mikið og vel.
Eitt reyndar sem ég var ekki alveg að fíla,... Egill og kærastan hans ( Helga Guðrún ) eiga 2 slöngur. Óbjóðins slöngur! Og í gær urðum við vitni að því þegar að hann gaf annarri þeirra að borða.... hann kom með litla lifandi og ógeðslega krúttlega mús og sleppti henni lausri ofan í búrið. Örugglega með því ÓGEÐSLEGASTA sem ég hef á ævinni séð, ... slangan henti sér á litlu krúsímúsina og vafði sig utan um hana og kreisti úr henni alla líftóruna.
Eins viðbjóðslegt og þetta var,... þá var samt eitthvað sem togaði í mann, og ég eiginlega "varð" að sjá þetta. Ekki lengi samt,.... bara svona rétt nóg til að geta sagst hafa séð !
Ojjjj.
En allavegana,.. svo fórum við niðrí bæ og það var alveg dúndurstuð. Ég ætlaði að taka myndavélina með mér, en gleymdi því.
Og við vorum niðrí bæ þar til að það var búið að loka öllu, og svo kom ég heim klukkan hálfsjö í morgun. Ógeðslega þreytt en ógeðslega ánægð !
Svo heyrði ég bæði í Guðrúnu og Guðrúnu... þ.e.a.s Guðrúnu Bj og Gunnu Dóru,.. það var rosa gaman að heyra í þeim,.. langt síðan að ég hef heyrt raddirnar þeirra. Maður lifandi !
---
Núna er partý í gangi hjá bekknum hans Martins,... það er víst einhver svona pöbbarölt-stemning og þau labba frá einu heimili yfir í annað og viðkomandi húsráðandi splæsir á alla svona 2-3 bjórum ( á mann,.. þ.e ! )
Ég er eiginlega bara að bíða eftir að þau komi hingað, það verður örugglega hvað úr hverju.
Ég efast samt um að ég fari með þeim niðrí bæ, ég er svo hrottaralega þreytt að ég er að berjast við að halda augunum opnum !
Annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi, elskurnar mínar
until next,..
hasta la vista !