sunnudagur, apríl 25, 2004

Úfff ! Var að koma heim úr vinnunni. Já ! Ég fór í vinnuna í dag. Ekkert sérstaklega gáfulegt þar sem að mér leið ekkert sérstaklega vel. Svo var ég að fylla á kælinn og varð alveg rosalega kalt ofan á hausnum. Svo fékk ég líka svona rosalega illt í eyrun. Þannig að það verður spennandi að sjá hvort að ég verð verri á morgun! Vill einhver veðja ?? Svo var ég á fullu í gær að setja inn þessar bölvuðu myndir á síðuna, .. eina í einu og skrifa undir og raða í rétta röð. Þá gerðist eitt soldið skemmtileg. Ég skrifaði undir eina myndina ( man ekki alveg hvaða); ,, up close and personal !" Sem er kannski ekki frásögum færandi..... nema hvað að þegar ég er að fara að fá mér vatnsglas í gærkvöldi svona fyrir svefninn, þá labba ég inn í eldhús, ( og fyrir þá sem ekki vita þá er stofan mín næstum "samvaxin" eldhúsinu ) og það var kveikt á sjónvarpinu,- einhver mynd sem ég kannaðist við. Alveg skuggalega mikið. Þannig að ég kíkti á textavarpið... og viti menn ..... UP CLOSE AND PERSONAL hét myndin. Þvííííílík tilviljun ! Eða hvað !?!? Kannski var þetta bara svona merki... að þessi blogsíða væri komin til að vera. Guðsgjöf ! Jaaa hérna ! Allavegana,.. ég er farin að snýta mér því að ég held ég sé að kafna úr hori Guð veri með ykkur Erna




This page is powered by Blogger. Isn't yours?