föstudagur, mars 02, 2007

Danir virðast yfir höfuð leggja alveg sérstaklega mikið uppúr þeirri kúnst að sortera ruslið sitt. Fyrir utan næstum öll hús og íbúðir eru 2 greinilega merktar ruslatunnur: önnur fyrir matarafganga, hin fyrir pappa og rusl.

Sjálf hef ég ekki alveg komist inn í þennan pakka; ég hendi bara því öllu mínu rusli í sama ruslapokann - og þegar önnur tunnan er full þá byrja ég á hinni!!!

Það býr alltaf í bakhöfðinu mínu að ruslamálanefnd banki hérna á dyrnar hjá mér, rífi mig útúr húsinu á eyrunum, fleygi mér í ruslahauginn minn og segi mér að sortera þetta almennilega, annars verði mér vísað úr landi.
Þess vegna, alltaf þegar ég heyri og sé ruslabílinn koma æðandi hérna inn botnlangann okkar - þá er ég ekki lengi að stökkva bakvið vegg og fela mig. Tauta með sjálfri mér að nú fari ég sko að gera þetta almennilega, ég hreinlega verði að taka mig saman í andlitinu, sortera vel og brjóta saman allan pappa......
....og síðan tæmist næsta mjólkurferna og þá er mér skyndilega sama um það allt saman!!!!

Maður verður nú að gefa þessum ruslaköllum eitthvað að vinna fyrir!!!!!
This page is powered by Blogger. Isn't yours?