laugardagur, febrúar 17, 2007

Sit hérna sveitt með málningu upp eftir báðum handleggjunum - er að taka mér smá pásu frá pennslunum, enda ekki seinna vænna; það er allsvakalega þreytandi að sitja svona á gólfinu og meðhöndla strigana.
Ég nýti allar mögulegar stundir þegar prinsessan mín sefur til að fleygja mér í þessi málaraverkefni,- en það gengur soldið illa þessa dagana, því að hún virðist vera að fá tönn númer 3: er alltaf hreint með hendur uppi í kjafti, slefar og slefar og sefur hreinlega ekki mikið yfir næturnar! Puha...!!

Annars líður mér svo illa, Britney vegna. Ég hef aldrei verið hrifin af manneskjunni,- en það þarft sko eitthvað mikið af vera að gerast í hausnum á henni fyrst hún frivilligt rakar af sér allt hárið.
God knows að það þyrfti sko kraftaverk til þess að ég myndi nokkurn tímann gera hið sama,- það þarf nú ekki mikið meira en að klippa 1-2 cm af hárinu á mér og þá er ég ónýt manneskja; læsi mig inni á klósetti, grenja og grenja og bryð "SILICA hár, húð og neglur"- pillur í massavís!

Já, það er nokkuð ljóst að gellan hefur algjerlega farið yfirum!

---

Keypti mér 10-pak JUICY FRUIT tyggjó um daginn, hef ekki smakkað það síðan ég var í gaggó. Verð nú bara að viðurkenna það að ég hef smakkað betri leðurtuðru, þoli ekki lengi við með hverja plötu í kjaftinu og klára einn pakka á svona um það bil 12 mínútum! Bölvaður óbjóður!!

En jæja.. pásan er víst búin... back to work
tataaa
This page is powered by Blogger. Isn't yours?