miðvikudagur, október 11, 2006

Jæja, þá er ég heldur betur búin að upplifa eitthvað sem ekki var á dagskránni!!!

Ja, það var nefnilega þannig, að núna seinasta föstudag, þá var haldinn einhver svaka fundur í vinnunni hans Martins, með 700 starfsmönnum og aðal AÐAL yfirmanninum. Þetta fór allt fram í einhverju leikhúsi í miðbæ Kaupmannahafnar og dagskráin stóð frá klukkan 9 um morguninn og til kl 23 um kvöldið, með innifaldar veitingar, drykki og aðeins sterkari drykki. Af þeim ástæðum, þá skyldi hann bílinn eftir hér í hlaði og sagði mér að mér væri frjálst að nota hann nákvæmlega eins og ég vildi.

Nema hvað, að ég ákvað að grípa tækifærið og skella mér inn til Field's, sem er stærsta verslunarmiðstöð Norðurlandanna.
Málið er hinsvegar það að ég hef aldrei keyrt í miðbæ Köben; það er alltof mikill hraði og stress og ég veit að ég get ekki höndlað það. En þar sem að Field's er staðsett fyrir utan allt það vesen, og maður þarf pretty much bara að fylgja hraðbrautinni beina leið hér frá Holbæk og þangað úteftir, þá ákvað ég að slá til. Fyrir utan það að þetta er nákvæmlega sama leið og maður keyrir þegar maður keyrir út á Kastrup, og þá leið hef ég keyrt 2 sinnum alveg sjálf,... þannig að ég ákvað að slá til og skella mér í smá mini-verslunarleiðangur.

Ohh well, nema hvað, og til að gera langa sögu stutta, þá gerðist það þegar ég var NÆSTUM komin á leiðarenda, að ég var hægra megin á hraðbrautinni og áður en ég vissi af þá hafði gatan skipt sér í tvennt og ég var skyndilega á leiðinni niður í Köbenhavn-centrum. O boj!!! Og allt saman gerðist þetta náttúrulega svo hratt, að þó svo að ég hafi vel vitað að ég var á vitlausri leið (á leið til Helvítis!!!) þá gat ég akkúrat EKKERT gert í því og varð bara að halda áfram að keyra.

Ég skal sko bara segja ykkur það að ég titraði svo mikið að ég ætlaði varla að hitta á kúplinguna. Ég ákvað að elta bara bílinn fyrir framan mig, en það klikkaði að sjálfsögðu einhversstaðar á leiðinni þegar hann tók skyndiákvörðun og beygði einhvert allt annað á seinustu sekúndu. Ihhhh... stressssss!
Þannig að, allt í allt keyrði ég s.s þarna um miðbæinn í næstum 2 klukkutíma og leitaði að leið út. Stoppaði í sjoppu sem ég fann og spurði til vegar, en gaurinn vissi náttúrulega ekki neitt í sinn haus (enda Tyrkjahel"&#%$) og gat ekki hjálpað.
Martin gat heldur ekki bjargað mér, því að hann var á þessum svaka mikilvæga fundi og svaraði ekki einu sinni í símann. Isabella, sem hafði sofið alla leiðina frá Holbæk, þurfti að sjálfsögðu að vakna um það bil AKKÚRAT þegar ég keyrði vitlaust og hún tók þarna nokkur vel valin grátköst. Síðan byrjaði úrhellisrigning og þá varð ég enn stressaðari að keyra um. Og svo til að toppa allt saman þá var ég gjersamlega í SPRENG!

Ohhh, well... þetta endaði allt með því að ég fann hraðbrautina á ný og ég s.s keyrði áleiðis til Holbæk aftur, eftir vægast sagt ansi skemmtilega Field's ferð!!!!!


Það er sko mikið búið að gera grín að þessu í fjölskyldunni hans Martins, og sérstaklega pabbi hans gerir í að minnast á þetta:
"Heyrðu, Erna! Hefurðu heyrt þetta með lögregluna í Köben????"
"Nei, hvað?"
"Æji, þeir eru víst að lýsa eftir einhverri ljóshærðri stelpu þar sem bara keyrir um, hring eftir hring..."


"Hvað segirðu, Erna,... hefurðu skroppið eitthvað til Köben nýlega???"

Mamma hans reyndar hrósar mér hástatt. Hún hefur búið hérna í Holbæk allt sitt líf, en hún hefur ekki svo mikið sem einu sinni keyrt til Köben, svo að eins og hún sér það þá er þetta þvílíkt afrek.
Og ég er sammála!!!!


En jæja, svo mörg voru þau orð
Það eru komnar inn myndir frá skírninni hennar Isabellu Eyju hér
Ef þið viljið fá lykilorðið, þá bara sendið mér e-mail á erna_sig@hotmail.com

Until we meet again,....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?