miðvikudagur, september 06, 2006

:(

Litla músin mín er veik!
Og ég skal sko segja ykkur það að það er óbjóður að horfa uppá barnið sitt í slíku ástandi.

Sem betur fer, þá er þetta ekkert alvarlegt og hún grætur sko ekki af sársauka. En hún er með kvef, svo að annað slagið þá rennur tár úr stífluðum augunum hennar, hún hóstar og hóstar og hnerrar og hnerrar. Við Martin ákváðum að skella okkur uppá læknavakt í gærkvöldi.. bara svona til vonar og vara! Lugum því að dömunni í símanum að hún væri með hita, því að við höfðum fengið að vita það að ef að ungabörn eru hitalaus, þá eru þau víst ekki meðhöndluð svona á læknavöktum.

Það kom svo í ljós að hún er með vægan vott af lungnabólgu í hægra lunga. En eins og ég segi... dömunni líður bara eftir aðstæðum ágætlega, og er aðallega bara slöpp, með stíflaðan nebba og hóstar, en að öðru leiti er hún svosum ágæt.

--

Það kemur ykkur, sem lestið bloggið mitt, varla á óvart þegar ég segi að ég elski mat. Ég ELSKA MAT!!
Þó ekki allan mat, og má til dæmis segja frá því að ég hef lengi gert grín og hneykslast að Dönum sem vilja fleygja öllu ofaná rúgbrauð.

Þar er hins vegar skemmst frá því að segja að skyndilega er ég orðin big fan sjálf,... og mig hreinlega dreymir um það marga drauma að skella mér í hverju hádegi yfir til slátrarans - sem býr um 47 sekúndum frá okkar húsi - og kaupa mér ferskar og nýbakaðar frikadellur og fiskefilet sem ég svo proppa ofan á smurt, gróft rúgbrauð,... og eins og góðum Dana sæmir: borða með hnífi og gaffli.

Og á þeim nótunum get ég varpað fram tilkynningu #1: Ég hef, held ég, framan af minni ævi aldrei framið neitt sem að kallast getur glæpur. Ég hef svosum gert margt kjánalegt, en ekki neitt sem krefst viðverðu bakvið lás og slá.
Aftur á móti get ég líka tilkynnt ykkur það að tilkynning #1 stendur ekki lengi sönn ef að þið gefið mér pakka af frönskum vöfflum!!!!!

Greinilegt að Auður þýskukennari hefur ekki náð að sannfæra mig í eitt af þeim 1000 skiptum sem að hún tilkynnti bekknum að maður ætti ekki alltaf að hugsa um magann!!!

Obbobbobb... lítill svangur sjúklingur að kalla,
leirahhh




This page is powered by Blogger. Isn't yours?