þriðjudagur, september 26, 2006

Jæja, þá er maður mættur á Klakann, og alveg heilum 5 dögum fyrir tilkynntan komutíma.

Sagði nefnilega engum, - nema pabba - að ég myndi í rauninni lenda þriðjudaginn 19. sept, en ekki laugardaginn 23. .. eins og ég var búin að skrifa hérna inn á bloggið.
Er búin að skemmta mér konunglega yfir útkomunni, en það var samt EKKERT sem toppaði viðbrögðin hennar mömmu!

Annars er ég búin að vera svo ofsalega busy (svona mostly við að háma í mig ís) að ég hef hreinlega ekki mátt vera að því að blogga.
Og í þeim töluðu orðum kallar daman, svo að ég verð að stökkva aftur.

Langar samt, svona rétt í lokin, að deila með ykkur einni pælingu: Núna er ég alveg trylltur PRISON BREAK-fan.
Lengi vel hef ég velt því fyrir mér hvern Maricruz, kærastan hans Sucre, minnti mig á. Það var svo ekki fyrr en ég kom til Íslandsins og horfði á Kastljós að ég áttaði mig á því að hún er dökkhærð útgáfa af Ragnhildi Steinunni, fyrrverandi fegurðardrottningu!






Þær eru NÁKVÆMLEGA eins!
Am I right, or am I right??

Later...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?