laugardagur, september 02, 2006

Úff,.. erfiður dagur að baki!

Martin var að þjálfa handboltastrákana sína á móti í Köben í dag, sem að þýðir að ég er búin að vera ein með dömuna mína. Það er nú svosum ekki frásögum færandi, - þar sem að ég er oftast ein með hana mestalla daga, - nema bara það að í dag vildi hún bara helst ekki sofa. Og hún sem að er vön að taka 3 lúra yfir daginn sem samtals eru um 6 klukkustundir, svaf í dag ekki nema kannskí allt í allt í 1 klst (5 mínútur hér, 10 mínútur þar...).
Þegar líða tók á kvöld, þá fór sko heldur betur að heyrast í minni; brosunum fækkaði og tárunum fjölgaði. Svo loksins tók hún hérna ærlegt kast rétt fyrir miðnætti og við Martin skiptumst á að labba með hana og reyna að hugga hana. Ég VEIT að þetta var af því að hún var svo þreytt, það var ekki erfitt að sjá það á henni. En af einhverjum orsökum vildi hún bara ekki sofna.

En s.s... þetta drama er allt saman á enda runnið (vonandi!) og nú sofa feðginin vært.

---

Annars erum við martin ENN að berjast um millinafnið. Við vorum komin að samkomulagi,- ... eða þ.e.a.s ég var búin að gefa mig og segja Martini að hann mætti alfarið taka þessa ákvörðun. Hann var svo búinn að velja nafn og allt í góðu með það (þó svo að ég hafi ekki verið 100% ánægð!).
Nema hvað, að þessi ákvörðun hans var bara ekki sterkari en það að hann kom til mín stuttu eftir það og tilkynnti mér að hann væri enn að velta fyrir sér hinum uppástungunum sem lagðar voru fram.

So we are back on square one!

Í gær skrifuðum við niður þau 10 nöfn sem að oftast hafa borið á góma. Síðan settum við,- hvort um sig-, nöfnin í sæti, eftir því hvað við vorum persónulega ánægðust með. Það var auðvitað þannig að allt það sem að var í efstu sætunum hjá mér var í neðstu sætunum hjá honum, og vice versa.
Síðan tókum við upp á því að í staðinn fyrir að nota sæti, að gefa einkunnir. Það gekk svona lala, en virtist samt ekki gefa neina endanlega niðurstöðu, þar sem að það voru 5 nöfn með sömu einkunn.
Tók síðan Isabellu í fangið og las upp allar uppástungur fyrir hana, með von um að hún myndi, við upplesturinn góða, sýna einhver viðbrögð sem hægt væri að túlka sem hennar áhuga. Ekki gekk það,- hún bara starði á mig undrunaraugum, slefaði eins og hundur, en að öðru leiti fékk ég ekkert svar frá henni!
Að lokum lagði ég hana fyrir framan tölvuskjáinn, með opið Word-skjalið sem innihélt allar uppástungur, og vonaðist til að hún myndi einhvern veginn benda á eða lemja í einhverja þeirra.
Ekki gekk það heldur, og daman greinilega ekki að sýna neinn samvinnuvilja!!!

IIIHHHHHhh vesen!!!!

Vorum að djóka með það í gær að þetta endar örugglega svoleiðis að við stöndum fyrir framan prestinn á Íslandi og hann segir: "Hvað á barnið að heita?" - og við Martin lítum hvort á annað og spilum ROCK, PAPER, SCISSORS til þess að gera útum dæmið!


En jæja, ég ætla að skella mér í rúmið eftir þessa rúllettu dagsins
Langar að benda ykkur á eina mynd
Og hverjum er hún svo líkust?

hasta la vista, mi amigos.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?