sunnudagur, september 17, 2006

6 dagar... 

Kræst!
Ég sagði ykkur að nýi páfinn væri hálfviti. Ég gleymi ekki framsendum ummælum hans þegar hann hafði nýtekið við hattinum af Jóa kallinum, þar sem að hann hneykslaði hverja minnihlutahópa almúgans á fætur öðrum.
Núna hefur hann gengið einu skrefi lengra og móðgað múslima!
People! Maður reitir ekki þá skrattakolla til reiði!!! Bara alls ekki! Maður lætur þá algjerlega afskiptalaus og þá kannski,... KANNSKI...lifir maður framyfir fimmtugt!

Já nei, hann gengur nú ekki alveg heill til skógar, þessi blessaði páfi, og maður þarf nú ekki að hafa háskólagráðu til að sjá fyrir sér afleiðingar þessa ummæla hans.
Vona bara að þetta kenni kirkjunnar mönnum að velja betur næst!

---

Ég er að fara með litlu dömuna í fyrstu sprautuna sína á morgun, og ég DAUÐkvíði fyrir því. Það versta er að ég verð ein,- sem þýðir að ég get ekki sagt við Martin: "Ég get ekki horft á þetta, ég ætla fram á meðan!" :(
Þetta verður eitthvað spennandi og gaman að sjá hvort að hún hefur erft skap móður sinnar eða jafnaðargeð föður síns!


Ohh well,.. fátt meira af þessum bæ að frétta
kveðjur í bili
tataa




This page is powered by Blogger. Isn't yours?