laugardagur, ágúst 19, 2006

Staðreynd #1: Ef það er til eitthvað sem kallast HIMNARÍKI, þá er það staður þar sem Jensens Bøfhus BBQ Spareribs eru snædd á hverju einasta kvöldi!!!
Jööööömmmmííí!

Staðreynd #2: Við Martin tókum smá póker turnament í kvöld. Ég vil ekki vera með nein leiðindi,.... en við skulum bara orða það þannig að það er ekki erfitt að sjá who's wearing the pants in this house - .... if you know what I'm saying... (know what I'm saying?)!!!

Staðreynd #3: Eins og ég hef nú stundum hneykslast yfir íslenska orðinu "fílapensill" - þá verður það að viðurkennast að sú útgáfa af fyrirbærinu er sko heilum slattanum skárri en danska útgáfan "hudorm" (húðormur)!!!!
Hvaða yfirþýðingarmanni datt í hug að samþykkja slíkan óbjóð!?!?

Staðreynd #4: Ég get ekki beðið eftir að veturinn komi!
Í dag fórum við fjöllan út að labba, og ég hljóp 2 sinnum beinustu leið út á götu þegar að vespufjandi byrjaði að troða sér óþægilega mikið inn í áruna mína!
Ef áfram heldur með þessa hræðslu, þá þarf ég í alvöru talað - grínlaust - að fara til svona kuklara sem að dáleiðir mig!

Staðreynd #5: Leidis end jeinkúlmen,... rúmið kallar sem aldrei fyrr. Og því kalli mun ég svara núna!

Bið ykkur lengi að lifa, og vel.
Góða nótt,
hilsen




This page is powered by Blogger. Isn't yours?