þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Í nótt vaknaði Martin við að ég lyfti ákaft upp á honum hendurnar og þreifaði undir, alveg á nojinu.
"Hvað ertu að gera?" spurði hann.
-"Ég man ekki hvar ég lagði hana." svara ég.
"Hana hverja?"
-"Ég man ekki hvar ég lagði Isabellu."
"Haaa?" spyr stráksgreyið, alveg í sjokki.
Svo stekk ég á fætur og hendist að rúminu hennar, kíki niður.. labba svo rólega að rúminu og segi: "...never mind!"

Get ekki sagt þessi atburður lifi ferskur í mínu minni,... mig rámar í þetta,.. en ég hef ekki græna hugmynd af hverju ég hélt að ég hefði lagt litlu músina einhverstaðar annarstaðar en í rúmið sitt.
Já! Svona getur margt skemmtilegt gerst í svefninum!

Annars ætlaði ég bara að benda ykkur á að það eru komnar nokkrar nýjar myndir.

Kveðjur að handan,
tataa.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?