mánudagur, ágúst 28, 2006

Muahahahaha!!!!
That will teach them not to enter my territory!
---

Þá er enn ein helgin liðin.
Á laugardaginn var haldinn hinn fyrsti hittingur í nýmynduðum matarklúbb okkar multimediadesigners og maka. Það heppnaðist bara svona glimmmmrandi vel; maturinn var SKÆÐI, fólkið var enn betra, gestrisnin upp fyrir öll mörk og allt var fyrir mann gert. Við enduðum, svei mér, bara á að gista... vorum svo á fótum langt fram á nótt og vorum komin á fætur fyrir fyrsta hanagal.. þannig að í beinu framhaldi af því þá fór sunnudagurinn bara í afslöppun, og ekkert annað!
Takk fyrir mig, kæru vinir!

---
Hérna er nú búið að vera bandbrjálað veður seinust dagana... milli þess sem sólin skín. By "bandbrálað" I mean: það hafa komið ansi kreisí rigningartímabil hér af og til, og til dæmis á leiðinni heim frá matarklúbbnum í gær, þá var svo kröftug rigning á ákveðnu svæði að það var eins og við værum lent í snjóstormi og Martin varð að hægja svo mikið á bílnum að við vorum nánast stop.
Auðvitað fylgdu svo nokkrar þrumur og eldingar.. en ég hef ekkert út á þær að setja, bara spennandi þar sem að ég er ekki vön þeim, coming from Iceland. Mér finnst það meira að segja ógeðslega huggulegt og sit þess vegna æst fyrir framan veðurfréttirnar á kvöldin og vonast eftir að veðurkortin sýni fleiri grá ský og gular pílur fyrir næstu daga.
Þaaaar til að ég las textavarpið í dag, sem tilkynnti okkur það að 17 ára strákur lést um helgina eftir að eitt stykki elding lenti á honum meðan hann var úti að spila fótbolta!
IIhhh... núna er ég komin með grænar bólur út af því líka, og lengist því stöðugt listinn minn yfir þá hluti sem ég þarf að fá sálfræðihjálp við. Uhyggeligt!
Maður er hvergi óhultur, og leynast hætturnar á hverju horni - eða ef að maður býr í Danmörku: í hverjum runna (vespurnar!!!)

Annars langar mig að enda þetta blogg á að senda hamingjuóskir til Bertu fyrrverandi samspilara í Fram og Gíslanum hennar sem voru að eignast lítinn prins í gær.

Talandi um konungsborna, þá eru komnar nýjar myndir af minni prinsessu, aftast í albúmið Meira bland.

Bið ykkur vel að lifa
ADios




This page is powered by Blogger. Isn't yours?