þriðjudagur, júlí 04, 2006

Kæru landsmenn!

Þá er daman aftur mætt á Jótlandið. Fór í stutta helgarferð yfir til tengdó í Holbæk,- ástæðan var sú að Martin varð einu árinu eldri á laugardaginn.
Þessi ferð var alveg ljómandi fín, veðrið var alveg sindssygt og á sunnudeginum sofnaði ég til dæmis í sólstólnum úti í garði í einn og hálfan tíma í brjóstarhaldaranum og með uppbrettar buxurnar. Er nú með einstaklega skemmtilegt blúndufar á brjóstinu og tvær skakkar línur á sínuhvoru lærinu. Manni hefnist fyrir að elska sólina!

Síðan eru þær fréttir æðislegastar að við Isabella erum búnar að panta okkur flugmiða heim á Frón, og munum við stoppa frá laugardeginum 29. júlí til mánudagsins 7. ágúst.

Annars er lítið uppi: stressið er að hellast yfir okkur því það eru ekki nema 10 dagar þar til við flytjum yfir í Holbæk, og við erum ekki búin að pakka niður svo miklu sem tannburstunum okkar. Þurfum ærlega að fara að drífa í þessum, því að það er sko nóg af drasli að hugsa um,- en einhvern veginn vinnst ekki tími til að gera eitt eða neitt þessa dagana. Puha!

En jæja, það eru víst sumir litlir sem þurfa að eta nú
kveðjur að handan...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?