LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
| |
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
br> br> br> br>sunnudagur, júlí 23, 2006
Ég sturlast, ég sturlast, ég sturlast!!!!!
Ef ég fengi 10 óskir, þá væri ein þeirra pottþétt sú að allur vespustofninn eins og hann leggur sig, myndi deyja út.
Fjandinn hafi það,.. þó svo að óskirnar væru ekki nema 5, þá væri hún ein af þeim!
Samkvæmt dönskum fréttamönnum, þá er þetta sumar hérna óvenju slæmt hvað þau kvikindi varðar. Ég hef alltaf verið hrædd við þennan óbjóð... og hræðslan hefur eiginlega bara aukist með árunum. Þetta sumarið er ég að fara á TAUGUM,- og ekki er ástandið betra eftir að maður drapst hérna um daginn eftir að hafa verið stunginn af einni slíkri!!!
Ég hef sjálf aldrei verið stungin af vespu (eða álíka vibbadýri), og það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég er svona hyper stressuð: ég hef heyrt að þetta er ógeðslega sársaukafullt, en þar sem ég hef aldrei upplifað það sjálf þá magnast stressið. Óvissan gerir mig hræddari!
Annars er ég búin að vera ansi skrautleg hérna seinusu dagana og Martin er vægast sagt að verða brjálaður á aumingjaskapnum í mér. Hvert sinn sem eitthvað strýkst við mig, þá kippist ég við og gef frá mér einhver aukahljóð. Oftast er um að ræða hár af mínu eigin höfði, stundum eru það maurar eða mýflugur, en afar sjaldan er það eitthvað hættulegra en það.
Ég er nú samt alveg á varðbergi,.. enda kannski vissara. Heyrði viðbjóðslegt suð um daginn og þá stefndi bara þessi MEGA hunangsfluga í áttina til mín og flögraði fyrir ofan magann minn þar sem ég sat í mínum mestu hægindum í stól úti í garði og naut morgunkaffisins. Þvílíkt ógeð!!! Hún var svo þung og hlussuleg að hún gat greinilega ekki flogið eins og flugur flestar og varð þess vegna að sveima um með búkinn í lóðrétti stellingu. Ég þorði ekki að hreyfa mig af ótta við að rekast í hana. En ég gat heldur ekki setið þarna bara og beðið eftir að hún settist á mig. Svo að, að sjálfsögðu þá stökk ég á fætur og hljóp öskrandi um allan garðinn.
Þá er nú skárra að lenda í svona atviki þegar það er einhver heima sem getur hlegið að þessu með manni,- eftirá. En ég var ein - aaaalein - og gat þess vegna lítið annað gert en bara bíða eftir að skjálftinn í höndunum á mér gengi yfir svo ég gæti haldið áfram að sötra kaffið.
Daginn eftir var ég úti að labba með Isabellu. Þá heyrðu ég aftur eitthvað suð. Í örvæntingu minni þá ákvað ég að forða mér frá helvítinu og stökk þess vegna í mótstæða átt. Það vildi ekki betur til en svo að sú átt var einmitt út á götu. Mér til mikillar hamingju þá kom enginn bíll,- ég missti nefnilega uppáhalds uppáhalds sólgleraugun mín á götuna!
Við skulum nú bara orða það þannig að ef þau hefðu lenti undir einhverju farartækinu
þá væri nú einni vespunni minna hér á jörð!
Eníhú, ég held ég reyni að nýta tímann meðan lillemús er sofandi
Sjáumst um helgina,´
heidilíhó
Ef ég fengi 10 óskir, þá væri ein þeirra pottþétt sú að allur vespustofninn eins og hann leggur sig, myndi deyja út.
Fjandinn hafi það,.. þó svo að óskirnar væru ekki nema 5, þá væri hún ein af þeim!
Samkvæmt dönskum fréttamönnum, þá er þetta sumar hérna óvenju slæmt hvað þau kvikindi varðar. Ég hef alltaf verið hrædd við þennan óbjóð... og hræðslan hefur eiginlega bara aukist með árunum. Þetta sumarið er ég að fara á TAUGUM,- og ekki er ástandið betra eftir að maður drapst hérna um daginn eftir að hafa verið stunginn af einni slíkri!!!
Ég hef sjálf aldrei verið stungin af vespu (eða álíka vibbadýri), og það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég er svona hyper stressuð: ég hef heyrt að þetta er ógeðslega sársaukafullt, en þar sem ég hef aldrei upplifað það sjálf þá magnast stressið. Óvissan gerir mig hræddari!
Annars er ég búin að vera ansi skrautleg hérna seinusu dagana og Martin er vægast sagt að verða brjálaður á aumingjaskapnum í mér. Hvert sinn sem eitthvað strýkst við mig, þá kippist ég við og gef frá mér einhver aukahljóð. Oftast er um að ræða hár af mínu eigin höfði, stundum eru það maurar eða mýflugur, en afar sjaldan er það eitthvað hættulegra en það.
Ég er nú samt alveg á varðbergi,.. enda kannski vissara. Heyrði viðbjóðslegt suð um daginn og þá stefndi bara þessi MEGA hunangsfluga í áttina til mín og flögraði fyrir ofan magann minn þar sem ég sat í mínum mestu hægindum í stól úti í garði og naut morgunkaffisins. Þvílíkt ógeð!!! Hún var svo þung og hlussuleg að hún gat greinilega ekki flogið eins og flugur flestar og varð þess vegna að sveima um með búkinn í lóðrétti stellingu. Ég þorði ekki að hreyfa mig af ótta við að rekast í hana. En ég gat heldur ekki setið þarna bara og beðið eftir að hún settist á mig. Svo að, að sjálfsögðu þá stökk ég á fætur og hljóp öskrandi um allan garðinn.
Þá er nú skárra að lenda í svona atviki þegar það er einhver heima sem getur hlegið að þessu með manni,- eftirá. En ég var ein - aaaalein - og gat þess vegna lítið annað gert en bara bíða eftir að skjálftinn í höndunum á mér gengi yfir svo ég gæti haldið áfram að sötra kaffið.
Daginn eftir var ég úti að labba með Isabellu. Þá heyrðu ég aftur eitthvað suð. Í örvæntingu minni þá ákvað ég að forða mér frá helvítinu og stökk þess vegna í mótstæða átt. Það vildi ekki betur til en svo að sú átt var einmitt út á götu. Mér til mikillar hamingju þá kom enginn bíll,- ég missti nefnilega uppáhalds uppáhalds sólgleraugun mín á götuna!
Við skulum nú bara orða það þannig að ef þau hefðu lenti undir einhverju farartækinu
þá væri nú einni vespunni minna hér á jörð!
Eníhú, ég held ég reyni að nýta tímann meðan lillemús er sofandi
Sjáumst um helgina,´
heidilíhó