fimmtudagur, apríl 06, 2006

Svona almennt, þá virðist fólk halda það að færslan frá því í gær sé bara enn ein tilraunin hjá mér að segja sögu,- að ég sé hreinlega að fylla upp í bloggið með því að reyna að vera fyndin og búa til einhverja vel ýkta frásögn, sem er bara ekkert spaugileg og hefur engan tilgang!

Well.. people! Ég skal nú bara segja ykkur það, að þetta var bara hreint ekki djók og ég var ekki að reyna að vera fyndin. Ég var í ALVÖRUNNI næstum þvíin farin að grenja, og þurfi GRÍNLAUST að berjast við að halda tárunum innan augna, en ekki utan!

Og tilgangurinn!
Já, ástæðan fyrir því að ég sagði ykkur frá þessari eftirminnilegu strætóferð er þessi; passiði ykkur hvað þið segið við mig - því að þó að ég sé rumur mikill, herðabreið, ógnandi og ægileg hið ytra...... þá er ég bara pínulítil hnáta, hið innra, og það er aldrei að vita hvenær ég brotna niður.

Bilaður strætótakki gerði næstum útslagið í gær, Bart Simpson fyrir einhverjum vikum,.. hver veit hvenær ég fer næst að grenja, og hvað eða HVER það var sem olli því!

Þið vitið hvað þeir segja: "Elephants don´t forget !!!!!!!!!!!!!"




This page is powered by Blogger. Isn't yours?