laugardagur, apríl 01, 2006

Kærum sygehuset !!!!! 

Tókum í gær hinar vikulegu "Bumbumyndir" - og ég skal bara segja ykkur það að ég fékk alveg HRYLLILEGA fyrir brjóstið þegar ég skoðaði afraksturinn:
ERUM VIÐ EKKI AÐ GRÍNAST MEÐ KRAKKASKRATTANN ???
Er fólk alveg ABSOLUTELY með það á hreinu að það er bara eitt þarna inni??
Og það eru ennþá heilar 10 vikur eftir ?? Ætli það sé laust auka pláss í flóðhestageymslum danska dýragarðsins ?????

Ég veit að þið eruð öll komin með ógeð á þessu barnatali, og ég var líka búin að lofa sjálfri mér því að hætta að tala um dýrið hérna á blogginu.
En ég bara VERÐ að fá að lýsa yfir áhyggjum mínum í þessari deild.
Ætli ég geti kært sjúkrahúsið, ef að - þegar að rembing kemur - það birtast tvö, þrjú eða jafnvel fjögur ???

Úff !!!!!!!!!!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?