föstudagur, apríl 07, 2006

Ég trúi á..... 

Jahérnahér!
Hvað er nú að verða um trúarkerfi kristinna manna?

Samkvæmt nýjum fundum í þeim efnum, þá eru komnar fram á sjónvarsviðið heimildir sem afsanna stóran kafla kristinfræðinnar: þessar heimildir segja að Júdas hafi bara akkúrat ekki svikið Jesú Krist,- og þannig leitt til krossfestingar hans!
Og svo eru aðrir fræðimenn sem vilja meina að Jesú hafi ekki gengið á vatni, heldur hafi hann hreinlega skautað á svelli!

Hvað svo næst? Fáum við að vita að Jesú hafi í rauninni ekki breytt vatni í vín,- þeir hafi nefnilega allir verið að drekka appelsínusafa? Að hann hafi ekki læknað hina veiku,- hann hafi bara útdeilt plástrum?

Með þessu áframhaldandi, þá munu hinir kristnu beina sjónum sínum að annarri hetju, útnefna annan sem Guðs son,- hinn útvalda. Testamentin verða brennd á báli, Faðir-Vorið endurskrifað og það verður búað á Benny Hinn, svikara og falsara, sem ennþá stendur uppi á sviði í Norður-Ameríku og predikar!

Hver veit,.. kannski eftir nokkur ár, þá standa fermingarbörn uppi við altarið, með kók í annarri og pízzusneið í hinni, lofa heimsvæðinguna, tæknibyltinguna, internetið,- hamborgara og franskar: "Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Britney Spears, hans einkadóttur, sem getin er af heilögum anda ... "




This page is powered by Blogger. Isn't yours?