sunnudagur, apríl 30, 2006

40 dagar... 

Fórum í gær út að borða, nokkrir úr bekknum, í tilefni af afmæli Tönju!
Hún hafði valið einhvern stað, hérna niðri við "ána" í bænum. Sem er svosum ekki frásögum færandi nema hvað að ég borgaði 2000 kall fyrir svínabita vafinn inn í útflatt kjúklingaumslag með niðurskornum mangósneiðum og örfáum dropum af rauðu mauki!!!!!

Já,.. kannski get ég ekki verið að kvarta.. ég veit að þessir veitingastaðir þarna við þessa blessuðu á eru dýrari en gengur og gerist. Mér finnst bara óþolandi að fara út að borða á staði þar sem meira er lagt í það að búa til vel skreyttan disk heldur en útilátinn!

Ég er nú reyndar ekki ÞAÐ nísk,- venjulega kippi ég mér ekki upp við slíkan hlut eins og veitingastaðaverð. En þessa dagana er buddan óvenju tóm og ég sé fram á mikil útgjöld á næstu mánuðum,... so forgive me for bitching!

---

Síðan fórum við á fimmtudaginn upp á spítala,- rosa sniðugt framtak hjá þeim: alltaf á þeim degi frá kl. 15.15 - 16.00 er mögulegt fyrir verðandi foreldra að mæta á svæðið í svona kynnisferð um fæðingadeildina.
Þetta var allt rosa spennandi og þægilegt að vita hvar og hvernig þetta mun fara fram! Það voru þarna allt í allt svona 8-10 pör og það var alveg einstaklega ljúf ljósmóðir sem að labbaði með okkur um svæðið og sýndi okkur allt sem viðkemur fæðingunni.
Á einum tímapunkti leit ég á Martin,-.... hann var GULUR í framan! Ég hélt hann myndi æla!!!

Síðan þegar við erum á leiðinni út þá sagði hann mér að honum hafi ekki liðið neitt alltof vel þarna inni: þetta hafi allt orðið eitthvað svo raunverulegt og hann hafi skyndilega áttað sig á því að eftir rúman mánuð þá verður hann orðinn pabbi!! PABBI !!!!!

Já,.. hann veður ekki í vitnu,.. greyið! :)
En það er gott að hann er búinn að fatta það,- kannski ekki seinna vænna.. þar sem að það eru akkúrat 40 dagar í settan dag!

And may the countdown begin.... vonum bara að krakkinn láti ekki bíða of lengi eftir sér!


En jæja, við erum farin að læra
heidilíhó,..




This page is powered by Blogger. Isn't yours?