miðvikudagur, mars 22, 2006

Vorum í heimsókn hjá ljósunni í morgun. Það gekk bara vel, svosum ekki mikið að segja um þann fund. Var aðallega bara spjall og svo mældi hún blóðþrýstinginn...sem var alveg á réttu bili. Go Erna!

Síðan í lokin, þá fleygir hún mér upp á bekk og byrjar að þreifa á maganum. Segir: "hér eru lappirnar, hérna er litli rassinn og hausinn er hérna!"
Ekki kannski það þægilegasta, sérstaklega með tilliti til þess að blaðran sú, er kennd er við piss, var algjörlega full hjá mér vegna þess að ég átti að skila inn þvagprufu eftir fundinn.
Jæja, nema hvað.. að mitt í öllu þessu poti og þrýsteríi, þá segir hún: "Já.. á þessum tímapunkti á meðgöngu (s.s ég er í 29. viku) þá eru krakkarnir oftast orðnir um 1200 grömm .... " og svo lítur hún á mig og glottir meðan hún heldur áfram að bora puttunum ofan í magann á mér ".... en mér sýnist nú á öllu að þessi krakki sé töluvert stærri en það !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!"

JÆKS!!!!

I am having giant-baby!

Greinilegt að það er ekkert samasem-merki á milli þess að vera fátækur námsmaður sem borðar brauð og pasta 5 sinnum í viku,- og að eignast vannært, pínulítið barn!

Ég sem er nefnilega búin að vera að hafa áhyggjur af því að fæða ekki krakka-skrattann nógu vel,... þarf núna ALGJÖRLEGA að endurskoða mínar matarvenjur, og jafnvel taka mér bara góðar pásur hér og þar,... fara bara í hungurverkfall þar sem að ég bara neita barninu ALVEG um allan mat í einhverja daga: "Já NEI, Lille Larsen! Nú stækkar þú bara ekki meir !!!!"

Fjúff !


Hrönn vinkona sagði mér einhvern tímann frá því að seinna barn Eiðs Smára hafi verið í kringum 60 cm langt og um 6 kílóa þungt.
Ég man þegar hún sagði mér þetta, þá fékk ég illt í undirlífið. Að hugsa sér að koma slíku ferlíki út úr sér, og hún sem er svo agalega nett og grönn.
En núna, þá er ég bara farin að hugsa sem svo að ég verð alsæl ef að mitt barn mælist undir 10 kg og meters langt !!!!

Já, svona er það.
En ég held ég þurfi að skella mér í lærdóminn... hef engu komið í verk, það sem af er dagsins í dag.
Bið að heilsa in the bil
Turilú
Erna og "Lille" Gígantiskó Larsen




This page is powered by Blogger. Isn't yours?