mánudagur, mars 20, 2006

Sæl veriði, það er Lille Larsen sem talar!

Mamma mín er búin að setja örfáar myndir í albúmið mitt hér til hliðar. Þær eru teknar með nokkurra daga millibili svo að það sést ekki mikill munur, en tilgangurinn með þeim er EINN OG AÐEINS EINN: að sýna ömmu Höllu óléttubolina sem að hún var svo væn að gefa mömmu.
Málið er nefnilega það að ég stækka og stækka eins og vitleysingur og bumban hennar mömmu minnar með, og fá af þeim fötum sem hún á eru nógu stór eða með nógan teygjanleika til að vera í þessa dagana. Og þar koma sko H&M og buddan hennar ömmu sterk inn!!!

En eins og ég segi, þá eru nokkrar myndir komnar,... bumban er svona að byrja að síga aðeins - miðað við áður - og ég er sko ALGJÖR prakkari. Ég er nefnilega alltaf að stríða mömmu minni og sparka hér og þar. Stundum, þá finnur hún spark uppi við rifbeinin og niðri við nárann Á SAMA TÍMA. Mamma var soldið hrædd um að við værum 2 stykkin þarna inni og spurði afa Sigga hvort að það væri eðlilegt að finna svona kröftugt á tveimur stöðum í einu, án þess að um sé að ræða tvíbura. Afi sagði henni að auðvitað væri ég með kraft í höndunum líka, svo að ég þyrfti ekki að stressa mig útaf þessu.
Tíhíhí.. Já ! ég er sko þvílíkur platari, og ég ætla EKKI að segja ykkur hvernig ég fer að þessu!!!

Síðan stundum, þegar mamma og pabbi liggja uppi í rúmi og slappa af og horfa á sjónvarpið, þá byrja ég að hreyfa mig á fullu. Og stundum, þegar ég er í extra stuði, þá gef ég þvílíka orku í þetta svo að það er alveg hægt að sjá skinnið á maganum hennar mömmu lyftast upp hér og þar. Ég veit þeim finnst það gaman, því að ég heyri þau alltaf hlæja þegar ég geri það!

Pabbi minn er soldið duglegur að tala við mig. Ég er alveg farin að kannast við röddina hans. Stundum heyri ég meira að segja alveg rosalega vel í honum, og ég held að það sé vegna þess að hann setur munninn sinn aaaaalveg upp við magann á mömmu.
Hahaha.. einu sinni, þá var ég sko að gantast í honum: þegar hann talaði svona við mig í gegnum naflann, þá sparkaði ég alveg eins fast og ég gat. Tíhí! Það var soldið fyndið, af því að hann hafði akkúrat lagt eyrað upp við magann hennar mömmu og var að reyna að hlusta eftir einhverjum hljóðum, - og svo bara *búmm*... fékk hann einn á kjammann !!!

Núna er ég orðin/n 28 vikna. Í tilefni af því, erum við að fara í heimsókn til ljósmóður, núna á miðvikudaginn. Það er daginn áður en mamma kellingin verður 24 ára! Vá.. GEÐVEIKT gömul, maður!

Ohhh, núna verður mamma að standa upp og fara að horfa á sjónvarpið. Það er nefnilega verið að sýna LOST og það er eitthvað sem hún má sko EKKI missa af.

Það var gaman að heyra í ykkur, og ég bið að heilsa í bili
Turilú
Lillelíus




This page is powered by Blogger. Isn't yours?