fimmtudagur, mars 30, 2006

Skruppum yfir á Sjálandið núna á þriðjudag og miðvikudag, til að vesenast í þessum íbúðarmálum. Það sem bar hæst var 2 1/2 tíma langur fundur sem gekk út á það að það var lögfræðingur sem fór yfir allskonar reglugerðir sem við koma kaupum á svona andels-íbúðum eins og við erum að fara að fjárfesta í.
Fjúff.... ég veit ekki hvað ég á að segja; en mitt í öllum klíðnum fór ég að spá í því hvort að það væri, í alvörunni, líffræðilega mögulegt að deyja úr leiðindum!?!?

Ég fékk nú samt mínar 15 sekúndur of fame þarna inni: það kom nefnilega í ljós smá villa. Það er þannig, að allt í allt er verið að byggja 26 íbúðir.. og á þessum fundi voru representatives frá öllum þessum íbúðum: annað hvort einn eða fleiri. Síðan las lögmaðurinn upp hver var formlega skráður sem andels-hafi (eigandi) og fólk átti að svara (s.s kalla yfir alla, ca. 50-60 manns) hvort það var rétt eða ekki.
Þegar hann las upp fyrir okkar íbúð, þá kom í ljós að Martin var sá eini sem var skráður,.. ekki ég! Martin segir þá við lögfræðinginn að það vanti mitt nafn og kallinn spyr mig hvort að ég vilji líka vera skráður andels-hafi. Ég svaraði því játandi, og þá biður hann um nafnið mitt....

Martin hefur nefnilega sagt mér, að þegar ég er að segja til nafns, að bera það ekki fram á íslenskan máta, heldur segja þetta meira eins og Danir myndu bera fram.

Ok, jú jú.. kallinn biður um nafnið mitt og ég segi það fyrra, svona á þann hátt að ég veit að Danirnir skilja: "Eeeeennnaaa"... svo hika ég í smástund, allir svoleiðis stara á mig og bíða eftir að heyra restina,.. ég finn að ég roðna eins og hálfviti, lít á Martin svona til að fá samþykki frá honum um að ég eigi að gefa upp rest, og svo bæti ég við: "... SI-GU-DA-DO-DI..." - og hljómaði nottla ALVEG eins og indverja-kaupmaðurinn hann Abu í Bart Simpson!!!!!!

Það er ekki að spurja að því, allur salurinn fór nottla að í krampakast og lögfræðingurinn setti upp þennan svaka svip. Ég hélt áfram að roðna, þóttist eitthvað vera að hagræða jakkanum mínum svo að ég þyrfti ekki að horfa framan í allan skarann sem starði á mig, og svo segir kallinn: "uuuuhhhh...já!!!!!..... ég kem bara til þín í hlé-inu og þú skrifar það niður fyrir mig !!!! "

Æji,.. spurning um að skella sér bara strax niður á skrifstofu borgarstjóra og drífa í því að gifta sig, svo að ég geti tekið upp eftirnafnið hans Martins.
Ég meina, hvaða vandamál getur maður svosum feisað í dönsku þjóðfélagi ef að maður heitir "bara" Erna Larsen !?!?




This page is powered by Blogger. Isn't yours?