laugardagur, mars 18, 2006

Mér leiðist,.. sem aldrei fyrr!!!

Martin er í partýi, og þó að ég sé kona eigi einsömul, þá er ég nú samt voðalega ein þessa stundina!
Sit bara hérna með nammi og kók við tölvuna og horfi á American Idol með öðru auganu og spila tölvu-kapalinn minn góða með hinu!

Er svona að jafna mig á litlu sjokki sem ég var að fá: tók alltíeinu eftir því að ég var komin með nýjan fæðingablett á bringuna. Og það ekkert lítinn, sko!
Þar sem að ég hef alltaf verið mikill aðdáandi sólarinnar, þá hef ég verið dugleg að fylgjast með breytingum í þeim efnum. Tjékka alltaf reglulega hvort núverandi fæðingablettir eru eitthvað að stökkbreytast: stækka eða taka nýjan lit.
Og þess vegna, þegar ég sá alveg splunkunýtt kvikindi á miðri bringunni, þá stóð mér nú ekki alveg á sama, og skrifaði minnismiða í símann minn: "Muna að panta tíma hjá húðlækni!"

.......


Turns out,... að það er kannski ekkert sniðugt að borða súkkulaði í flegnum V-hálsmáls-bol !!!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?