laugardagur, mars 25, 2006

Æjjj, stundum getur maður verið svo einfaldur!

Það var nefnilega þannig, að þegar við vorum úti að borða afmæliskvöldverðinn minn seinasta miðvikudag, þá barst talið að litla Larsen (eins og svo oft áður).
Nema hvað að við fórum að tala um hvað það verður spennandi að sjá hvað krílið erfir frá hverjum, ekki bara okkur tveimur heldur líka frá ömmunum og öfunum í báðum ættum.

Eftir allskyns vangaveltur og umræður þessu tengdu, þá segi ég við Martin:
"If it is a girl, I would really like it, if she would get the height from your family, and for example inherit your dad's tallness!"
(Af því að pabbi hans Martins er alveg ofsalega hávaxinn og grannur, og ég ímynda mér að stelpa með einhver af hans genum yrði sko mega flott módel-vaxin ;)

Martin, sem er við það að stinga kjötbita upp í munninn á sér, hættir allt í einu við og starir á mig aaaalveg hljóður í einhverjar sekúndur, með þennan líka undrasvip... nánast hneykslaður. Ég skildi ekki hvað ég hafði sagt rangt, ég hélt að það væri bara af hinu góða að vera hávaxin(nn).
Eftir að drengurinn hafði mælt mig út í smá stund, og kjötbitinn við að verða questionably þurr á gafflinum beint fyrir framan munninn á honum, þá spyr hann:

"Bíddu... HAAAAA????"

Ég hika aðeins,- veit ekki hvort ég á að þora að endurtaka þessa setningu fyrst hún fór svona illa í hann. En svo læt ég verða af því: ..... " bla bla bla... your dad's tallness!"

Þá fer Martin sko heldur betur að hlæja, leggur bara alfarið frá sér gaffalinn og kjötbitann og segir:

"Guð.. veistu hvað mér heyrðist þú segja!? "If it is a girl, I hope she gets your dad's TOENAILS !!!!
Ég skildi bara ekkert hvað var svona merkilegt við táneglurnar hans pabba !!!!!!!!!!!!!!"


---

Því það er nú fyrir öllu: umfram allt, þá vona ég svo sannarlega að barnið mitt erfi táneglurnar frá tengdapabba !!!!

MY LORD, sko !
Ekki kannski gott að vera með Mrs. Loudlaughter inni á public restaurant þegar annar eins misskilningur á sér stað. Og við skulum nú bara orða það svona: Guði sé þökk fyrir að ég var ekki búin að fá mér bjór að drekka líka, því þá á nú volume-ið mitt það til að stíga upp, ansi kröftuglega, einhver megahertz!!!

Þetta fannst mér bara svo óheyranlega fyndið að ég á erfitt með að lýsa því... sérstaklega þegar ég hugsa til baka hvernig Martin brást við.. svona svipbrigðalega séð! Ég mun ALDREI ALDREI gleyma þessum brandara!

---

Annars eru tengdó að koma í "afmæliskaffi" á morgun, um hádegi. Af því tilefni ætla ég að baka bollur og franska súkkulaðiköku. Er jafnvel að spá í að skella þessu hvorutveggja í ofninn núna í kvöld, svo að ég þurfi ekki að vera í stresskasti í fyrramálið, milli þess sem ég tek til og skrúbba mig sjálfa.

Spurning um að biðja pabba hans Martins að fara úr sokkunum.....

Bið að heilsa í bili
Erna og Lille Toenail!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?