þriðjudagur, mars 14, 2006

Afturhvarf til fortíðar... 

Já,.. ég skellti mér á smá trip down memory lane núna áðan, og fékk mér PEZ í gogginn. Muniði sportið sem var í kringum að borða þann fjanda? Sérstaklega ef að maður átti PEZ-kall?!
En ég veit ekki hvaða heimski maður hefur tekið við stjórn í höfuðstöðvum PEZ-framleiðslunnar, né hvað hverju hann hefur bætt við uppskriftina,- en eitthvað er það nú ekki eins gott og það var hér áður fyrr !!!!

Kannski er ég bara orðin svona gömul og bragðkirtlarnir mínir svona þroskaðir, að ferkantaðar samansoðnar sykurpillur eru ekki alveg að gera sig lengur hjá mér.
Hver veit,.. en við skulum bara orða það þannig að ég er ekkert að hlaupa fram í eldhús til að rífa pappírinn utan af restinni !!

---

Martin er farin til Svergie. Já, drengurinn þarf að fara að gera einhverja markaðskönnunn á sænska markaðnum fyrir praktíkina sem hann er í. Gott fyrir hann,- en ekki fyrir mig. Málið er nefnilega það að þegar ég spurði hann hvernig hann kæmist þangað yfir, þá sagði hann mér að þeir myndu sigla. Það er þess vegna sem ég er soldið bitur: ef hann siglir, þá þýðir það að hann fer ekki í gegnum fríhöfnina, sem þýðir að þá fæ ég ekkert ilmvatn :(

En jæja, kannski best að nota tímann til að taka til í fataskápnum
hilsen að handan,
Ernos




This page is powered by Blogger. Isn't yours?