fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Var að lesa þessa seinustu færslu yfir núna áðan, og ég skal bara segja ykkur það, að hún er bara akkúrat ekkert fyndin !!!!
Veit ekki hvað ég get sagt mér til varnar, ætli ég hafi ekki bara verið high þennan dag,-..... high from LUUUUUUUVVVV !!!

Annars eru hræðilegar fréttir úr húsinu: ég á nákvæmlega 3 mjólkurkex eftir og það er allt og sumt af íslenskum matarleifum :( Ég gæti grátið! Grænmetissósan söng sitt seinasta lag í gær, snakkídýfan hans Martins rann ofan í magann um helgina ásamt öllu íslenska ofursælgætinu,- nema súkkulaðirúsínurnar - en þær kláruðust þegar ég bakaði og át klígjukökuna á þriðjudeginum!

Já! Núna er s.s ekkert gott né girnilegt eftir í þessu húsi, og ég er svo leið að mig langar bara að liggja uppi í rúmi í allan dag !!! Puff og svei.... og megi fjandinn hirða þennan venjulega danska mat :(

Að öðru leiti hef ég lítið að segja, þarf að fara að halda áfram með verkefnið mitt
Ég sendi súrar saknaðarkveðjur yfir í Hagkaup,.. vildi óska að ég stæði þar núna með bláa fimmþúsundkalla og 4 stóra poka fulla af íslensku góðgæti!

Adios...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?