þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Sá sem sagði að maður þroskast með aldrinum, hefur greinilega aldrei kynnst mér !!!

Já, það er s.s þannig að við skelltum okkur yfir á Sjálandið um helgina og kíktum á þetta hús sem við vorum að spá í að kaupa. Það reyndist bara vera hið flottasta og fram úr okkar vonum, svo að við sögðum "endanlegt já" og hristum spaðann á fasteignasalanum !!!

Svo er það þarna á laugardagskvöldi, að við sitjum inni í stofu og erum að horfa á sjónvarpið. Það er einhver svona þáttur í sjónvarpinu, þar sem lagið "In the shadow" með The Rasmus er flutt, og ég fer nottla öll að iða, enda er þetta eitt það allra skemmtilegasta djammlag sem ég veit um.
Nema hvað, að Martin tekur undir og fer að dilla sér með og syngja lagið, aðallega svona til að pirra mig, af því að hann kann ekki að syngja og honum finnst lagið ekkert spes. Hann hefur í rauninni aldrei skilið hvað mér finnst svona æðislegt við lagið, en í þetta sinnið söng hann af líf og sál, með lokuð augun og sálina í þessu öllu saman: "I've been watching,... I've been waiting... in the shadow.... of the daaaawn!"
BWAHAHAHHAHAAAHAHAH !

Hvað get ég sagt !?!??! Þó svo að ég hafi spilað þetta lag svona um það bil billjón sinnum hérna heima, alveg í botni, aftur og aftur þá hefur það greinilega ekki náð að mjaka sér inn í hausinn á Martini, því drengurinn er greinilega ekki alveg með á nótunum. Fyrir þá sem ekki vita, þá er viðlagið svona: "I've been watching,... I've been waiting... in the shadow.... for my time!"

Ég kvarta samt ekki,- ég hreinlega ELSKA þegar annað eins gerist: s.s þegar fólk er að syngja eitthvað lag, kann ekki textann og býr bara til eitthvað sem er nálægt því að vera rétt. Það var nákvæmlega það sem Martin gerði í þessu tilfelli, og svona til að toppa það allt, þá var hann að reyna að vera einhver plebbi, söng þetta með svaka stæl til að pirra mig og þóttist kunna þetta allt saman.

Það þarf væntanlega ekki að láta það fylgja með, að ég hló svo ÓGEÐSLEGA mikið að við skulum bara segja að ég var fegin að vera með innlegg í nærbuxunum mínum! Ég hreinlega gat ekkkkkkki hætt, hvorki að hlæja né grenja. Og alltaf þegar ég náði að róa mig niður, þá varð mér hugsað til þessa svakalega tilfinningaríka performance hjá stráknum og ég byrjaði aftur. Pabbi hans Martins kom hlaupandi innan úr eldhúsinu og spurði hvað væri svona fyndið, en hann varð að bíða í dágóða stund eftir svari, því ég kom ekki upp orði!
Og svo löngu seinna, þegar þetta var hætt að vera fyndið, fólk farið að hugsa um eitthvað annað og Martin búinn að ná sér eftir árásina... þá var ég ennþá að skella uppúr.

Og ég endurtek það sem ég byrjaði þetta blogg á að segja; Ég held að þroskaferill minn sé svipaður og skapið mitt= soldið svona eins og fleygbogi eða hjartalínurit!

Sorglegt að segja að ég sé að verða mamma, þegar ég er ennþá bölvaður krakki sjálf !!!

---

Annars má ég ekki vera að þessu rugli. Við Martin eigum 4 ára afmæli í dag, og ég þarf að fara að elda hátíðismáltíð. Ég sendi hann í skemmtilega langan og spennandi ratleik hérna um húsið í dag, þegar hann kom heim úr vinnunni. Hann var SVOOO langur og spennandi, að hann meira að segja beið með að borða uppáhaldskökuna sína (klígjuköku) sem ég svo snilldarlega töfraði fram í gær. Mamma, hún tókst GEGGJAÐ VEL !!!

Það sem hann uppskar eftir allt erfiðið og endalausar ferðir fram og til baka í okkar 45 fermetra íbúð, var svakalega fallegt ljóð á dönsku, sem ég bögglaðist við að semja í morgun, og sérstaklega skemmtilegur fótbolta-playstation-tölvuleikur.
Við höfðum nú upphaflega talað um að gefa ekki neinar gjafir, enda verðum við að fara að halda aðeins fastar um budduna á þessu heimili til þess að geta búið okkar barni bjarta framtíð. En ég stóðst ekki mátið í gær þegar ég sá gripinn á útsölu niðrí verslunarmiðstöð.

Anyyywhooo... ég ætla að stökkva inn í eldhús og gera eitthvað gott
Bið að heilsa og Guð blessi ykkur öll,
The big E - a.k.a THE MATURE WOMAN!!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?