föstudagur, febrúar 03, 2006

Múslimarnir enn brjálaðir; hótanirnar koma hérna fljúgandi úr öllum áttum og núna seinast var Al-Qaeda að blanda sér í málið!

Ég fékk gott panik-kast í gærkvöldi. Ég sat hérna við tölvuna og blaðaði í öllum heimsins fréttavefjum, meðan ég flakkaði á milli danskra og erlendra sjónvarpsstöðva, hlustaði á fréttirnar aftur og aftur, og las textavarpið. Ég hreinlega VARÐ að finna eitthvað sem myndi róa mig,- eitthvað jákvætt í öllu þessu rugli!
Því miður rakst ég ekki á neina slíka frétta, og allar snérust þær um hversu reiðir múslimarnir væru og hvað þeir skyldu sko hefna sín.

Eins og staðan leit út fyrir mig í gærkvöldi, þá byrjaði ég að horfa inn í rauðan dauðann. Ég hreinlega brotnaði niður og fór að hágrenja, af því að mér fannst ég eitthvað svo varnarlaus og fór að hugsa allar heimsins mögulega hræðilegu hugsanir. Ein af þeim var sú að ég ætti aldrei eftir að sjá ófætt barn mitt !!!!!!!!!!!
Martin húðskammaði mig fyrir að vera að lesa allar þessar fréttir,- þær gerðu mig bara ennþá stressaðari. Hann reyndi að hughreysta mig; sagði mér að hann héldi að ekkert myndi gerast og þetta væru bara hótanir. Pabbi og mamma tóku sömu aðferð á þetta, og sendu mér nokkur sms sem að áttu að róa mig,-.... en ekkert virkaði!

Grínlaust.. þá hélt ég að ég væri að missa vitið !!!

Já, maður er nú ekki alltaf eins og maður lítur út fyrir að vera! Þó að ég sé gallharður, íslenskur víkingur, þá er ég ekki neit nema bara lítill aumingi inn við beinið !!!!!!!

Sama hvernig sem fer og sama hvar ég enda,- þá mun ég nú allavegana skilja eftir mig eina góða arfleifð - á einn eða annan máta:
Rétt eins og eftir seinni heimstyrjöldina þegar Dagbók Önnu Frank tröllreið heiminum, þá mun Blogg Ernu Sig fara sömu leið !!!!

Megi Guð vera með okkur öllum !

---

P.s Hvernig er ykkar sýn á þetta mál? Hvernig haldiði að þetta endi allt saman ???




This page is powered by Blogger. Isn't yours?