föstudagur, febrúar 17, 2006

Kæru félagar!

Við erum á leiðinni yfir á Sjálandið. Málið er nefnilega það að við erum búin að finna okkur hús, sem að okkur finnst geggjað magnað og langar til að festa kaup á. Við erum sko "formlega" búin að skrifa undir pappírana, svo að það má segja að ÞANNIG LAGAÐ sé þetta hús nú þegar í okkar eign. En, hinsvegar, ... þá hefur maður 6 daga til að hætta við, frá því að maður hefur skrifað undir. Þaaaaannig aaaað, á morgun, þá förum við að kíkja á gripinn (vissara að skoða áður en maður kaupir) og í framhaldi af því, þá segjum endanlega "af" eða "á". Ekki magnað ?!? Um 5 leitið á morgun get ég verið orðin húseigandi í Holbæk!!!

---

Annars vorum við hjá el doctor í morgun, bara svona tjékk á kjéllingunni og lille larsen. Erum bæði/báðar við hestaheilsu og allt nákvæmlega eins og það á að vera; blóðþrýstingur á réttu bili, þvagprufa sýndi allt gott, sama sem enginn bjúgur farinn að láta sjá sig, hjartslátturinn í lille á góðu róli og ég búin að þyngjast rétt !!! (þó svo að ég vilji sjálf meina að það sé akkúrat EKKERT "rétt" né gott við það að vera búin að þyngjast um 5-6 kg á 2-3 mánuðum !!!!!!!!!!! :(

En pfff.. við hverju öðru er svosum að búast, þegar maður er hreinræktaður víkingur -de Islandia !?!?

Annars er mig allan tímann búið að langa til að vita kynið, en Martin þverneitaði og sagði að þetta ÆTTI sko að vera surprise!
Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur kallinn allt í einu snúist 180 gráður við, og núna vill hann ólmur fá að vita nákvæmari útlistun á erfingjanum. Það versta er hinsvegar að það er hvergi skráð í skjölunum, - hvorki læknis, ljósmóður né hjúkku. Við vorum nefnilega að vonast til að þó svo að maður biðji ekki um að vita kynið, að það sé samt standard hjá þeim að skrá það alltaf hjá sér!
Það virðist s.s ekki vera vaninn og við eigum ekkert eftir að fara meira í sónar, en það er akkúrat þar sem að maður fær slíkt að vita, þ.e.a.s ef maður biður um það á viðkomandi augnabliki!
Við getum víst pantað okkur spes tíma á prívat-stofu, en það kostar víst morðfjár, og við eigum sko ekki "morðfjár" á þessu heimili,...... við eigum varla "fjár"!

Þannig að, það sem við getum gert, er að skutlast upp á læknastofuna þar sem við erum að skúra. Þau eru nefnilega með sónar-tæki þar og voru búin að bjóða okkur að koma hvenær sem við vildum til að láta kíkja á krílus.
Eins og planið er núna, á ætlum við að skutlast þangað á mánudaginn og fleygja okkur upp á bekkinn og biðja um svar. En nota bene, það er eins og planið er NÚNA!
God knows, að það getur allt saman breyst, og ég veit ekki hvort að Martin mun láta slag standa, þegar á hólminn er komið !!!!

Anywhoooo, .. ég þarf að fara að skvetta úr'enni
geri ekki annað þessa dagana
bið ykkur vel að lifa og eigiði góða helgi.
I am off, to buy me some house....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?