þriðjudagur, febrúar 28, 2006

kippur... 

Martin er einn af þeim sem að er snilld að fylgjast með þegar hann er að sofna. Drengurinn getur BÓKSTAFLEGA verið nýbúinn að sleppa einhverju orði, út fyrir sínar varir, og þá er hann floginn á brott. Grínlaust! Svona virkar þetta stundum.

Ég er aftur á móti akkúrat öðruvísi, og í langflestum tilvikum þá tekur það mig alveg 2,3....5....10 mínútur að sofna,- þó svo að ég sé dauðþreytt! (Nota bene: í flestum tilvikum, en ekki öllum!)

Undanfarna daga, hefur Martin verið alveg með sýningu fyrir mig í þessum efnum. Hann segir "Góða nótt!", svo um leið heyrir maður andardráttinn þyngjast, síðan heyrist semi-hrota, eftir það koma nokkrir svona fyrir-skjálftar, og svo *BANG* þá kemur einn OFUR-svefnkippur og rúmið, dýnan og ég, alveg svoleiðis hristumst eins og ég veit ekki hvað! Og svo þegar öll ósköpin eru yfirstaðin, þá segir hann... alveg svakalega súrsað (og eins og klippt úr Beavis og Butthead): "VOOOOooóóóó!" - með sömu rödd, bara eins og hann gæti ekki verið meira high!
Grínlaust, þá hefur NÁKVÆMLEGA þessi atvikaröð (þessi litli leikþáttur) endurtekið sig, kvöld eftir kvöld, með öllum smáatriðum included!


Já! Svefnkippir eru hin mesta skemmtun. Mér finnst þetta allavegana ÆÐI, og núna sé ég sko til þess að ég sofna ekki á undan Martini, því ég má hreinlega ekki við því að missa úr hláturinn sem fylgir!

Þetta var alveg sérstaklega merkileg saga og boðskapurinn með henni er akkúrat enginn. Langaði bara að deila með ykkur hvers dags hápunkti mínum seinust vikurnar!
Cheers




This page is powered by Blogger. Isn't yours?