laugardagur, febrúar 11, 2006

Já, ég held sko að íslenskir lagahöfundar geti lært eitthvað af að hlusta á Dönsk Eurovisionlög. Það var sko ALLT ANNAÐ að horfa á þessa keppni, en þá íslensku (sem ég reyndar sá bara í lélegum gæðum í gegnum netið!)

Danska keppnin var s.s haldin í kvöld.. og þar voru svona 5 lög (af 10) sem mér fannst góð, og EKKERT sem mér fannst hryllilegt. Eitt af þessum 5 var samt áberandi best: 17 ára stelpa sem syngur alveg hrottaralega grípandi twist-lag, - maður fær alveg fiðring alla leiðina í gegn. Við Martin töluðum um að hún hlyti nú að vinna þetta, og að hún væri lang besti kandidatinn í keppnina í Grikklandi.
Og haldiði ekki bara að hún hafi tekið þetta allt saman í nefið, og rúllað þessu upp. Go DANMARK !!!

Annars er ég engan veginn að fíla Silvíu Nótt-lagið. Jú jú, hún getur nú alveg fengið mann til að hlæja og þetta er nottla hreinasta vitleysinga-show (vel meint) - en lagið sjálft er fruntalega leiðinlegt og getur sko EKKI náð langt á erlendri grundu! Þó svo að maður voni náttúrulega alltaf.

Svo er ég búin að setja upp litla bumbu-myndasíðu. Ég er að hlaða inn myndum á hana í þessum töluðu orðum, og svo vantar okkur snúru fyrir myndavélina, þannig einhvern tímann í næstu viku, þá verður þetta komið inn. Þangað til...verðiði að bíða róleg !

*** LILLE LARSEN ***

En það var ekki meira í bili,
cheeeeers !
("... sometimes you wanna go, - where everybody knows your naaaaaameee!")




This page is powered by Blogger. Isn't yours?