föstudagur, febrúar 24, 2006

Hvaðan kemur þessi táfýla ?????

Já, þetta er alveg hreint ÓTRÚLEGT!! Í hvert sinn sem ég sit hérna við tölvuna, þá gýs upp þessi sva-HAkalega támyrja, að annað eins er nú bara ekki eðlilegt. Og svo þegar ég stend upp og fer í burtu, eða sest einhversstaðar annarsstaðar, þá er ekkert. Nada! Null! Ég skil þetta barasta ekkkki!

Og Guð einn má vita að ég hef gert dauðaleit að upprunanum: til að byrja með, þá hef ég beygt mig og sveigt og þefað af eigin tásum. Það eru ekki þær! Þannig að mér datt í hug að það væri kannski eitt stykki sokkur-hans-Martins í felum hérna í nágrenninu, svo að ég hef gengið hérna hring eftir hring í kringum tölvuborðið, farið niður á fjórar lappir og dregið fram alla mögulega hluti, ýtt þeim til hliðar og lyft þeim upp. Ekkert! Nada! Null!

Hvað er málið ??? Hvar er þessi mistery sokkur ????
Ég býð vegleg fundarlaun, því ég er með gubbuna uppi í hálsi!

---

Annars verð ég nú að viðurkenna það að ég er fegin að við Martin getum yfirhöfuð bæði verið í sokkum: Var nefnilega að lesa það á textavarpinu í gær, að á seinasta ári þá gerðu danskir læknar 30 sinnum mistök sem urðu til þess að þeir skáru af einhvern útlim af vitlausum sjúkling !!!! 30 SINNUM !!!! Halló !?!?!? Það er meira en 1 sinni á 2 vikna fresti ?!?!?!?! Ímyndiði ykkur að fara upp á spítala með slæman niðurgang, og koma svo heim nokkrum dögum seinna, með bara einn fót !!!! Sko, hvað er hægt að segja!?!?
Og ekki bara það, heldur voru þeir skuggalega nálægt því að gera þessi mistök í 68 öðrum tilfellum, en af einhverjum ástæðum þá uppgötvaðist það áður en það var um seinann! Hvað gera þeir þegar þeir fatta þetta? Reyna að sauma helvítið á aftur,.. eða bara fleygja því ofan í frysti, til þess að nota seinna meir?

Sjálfir segja læknarnir að þetta stafi af því að það er alltaf svo mikið stress á sjúkrahúsunum nú til dags, mikill hraði og mikið að gera.
Mér er bara fjandans sama, og þetta er örugglega lélegasta afsökun sem hægt er að koma með. Ráðiði þá bara fleiri manns, komiði upp betra skipulagi. Geriði eitthvað í þessu, for God's sake!

Ef skipulagið er svona agalega lélegt, þá verð ég nú að viðurkenna að mér stendur ekki alveg á sama. Það er vonandi að ég mæti ekki inn á fæðingadeildina í júní, og fari svo heim með annarra manna barn. Eða það sem meira er; að ég fari heim með annarra manna fót !!!!!!!!
---

Hvernig sem það allt fer, þá ætla ég að hendast upp í rúm og horfa á SO YOU THINK YOU CAN DANCE!
Amen!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?