fimmtudagur, janúar 19, 2006

Jæja, þá er maður mættur "heim" aftur og hlutirnir allir að fara að gerast. Ég er varla búin að vera í blogg-pásu í mánuð fyrr en ég er farin að vilja setjast niður og skrifa aðeins.

Kom með meiriháttar gróðauppástungu við Martin í fyrradag; ég sagði honum að við ættum endilega að fara að selja inn á heimilið okkar, taka svona 50 dkr í aðgangseyri og í staðinn fær fólk að sjá fyrsta lifandi hvalinn sem þrífst á þurru landi !!!! Það vantar sko ekki í mig viðskiptavitið, þó svo að ég sé farin að fitna aðeins meira en góðu hófu gegnir.
Ég er svoleiðis að blása út og ef ég ætti að segja hvernig ég lít út akkúrat núna, þá myndi ég s.s líkja mér við helst ofannefnt dýr!

Er að reyna að minnka selspikið og hef verið að fara út að labba. Það breytir því ekki að Guð vill ekkert vinna með mér og hann hefur ákveðið að framleiða algert SKÍTAveður núna þessa dagana: snjór, rok, frost og ömurlegheit,- og í slíku skyggni er ekkert sérstaklega gaman spássera um stórborgina!

---

Við fórum svo saman að skúra í gær; í fyrsta sinn í rúman mánuð sem ég þarf að takast á við þau leiðindi. Fékk mjög fljótlega í bakið og lappirnar og gat ekki beðið eftir að komast heim og upp í rúm. Sömu sögu var að segja um Martin en drengurinn sá var hryllilega þreyttur eftir erfiðan vinnudag. Við horfðum aðeins á sjónvarpið fyrir svefninn, og ég var svo ekki fyrr búin að slökkva á því en að drengurinn lognaðist útaf.... með hendina ofan á enninu á mér !!!
Já, það var smá sunnudags-kirkju-fílingur hjá minni og ég fékk það svona á tilfinninguna að afar fullum prestur væri að staðfesta skírnina mína, sem var fyrst framkvæmd fyrir rúmum 23 árum !!!

En já, dömur mínar og herrar,... ég þarf víst að taka til hendinni hérna á heimilinu og sýna honum Martini hversu góðan kvenmann hann hefur í mér !

Bið að heilsa í bili.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?