laugardagur, janúar 21, 2006

Þá er búið að skíra litla danska prinsinn: surprise surprise, hann fékk nafnið Christian!
Ég skil ekki hvernig þau gátu valið þetta nafn; ALLIR þekktir kóngar sögunnar hétu Christian.
Martin er alltaf að segja mér að þetta sé hefð, að það séu einhver nokkur konungsnöfn sem að hefðin sé að velja úr. En já HEFÐ, engin skylda! Af hverju ekki aðeins að spice things up og velja eitthvað totally öðruvísi, ... eins og Aladdin. Prins Aladdin !?! Hvernig væri það ?

Þið verðið bara að fyrirgefa, en mér finnst þetta alveg hryllilega leiðinlegt nafn, og ég hefði sko ALDREI valið það sjálf ef ég hefði verið Mary,- ekki einu sinni þó að Margrét Danadrottning hefði haldið á mér höfðinu ofan í klósettskál þar til ég samþykkti !!!

---

Hérna snjóar ennþá, eins og aldrei áður. Í gær kom reyndar smá pása. Við Martin skelltum okkur út til að fara í smá göngu. Vildi svo ekki betur til en svo að stuttu eftir að við vorum lögð af stað, þá byrjaði að rigna. Það var sva-hakalegt slabb útum allt og ég varð svoleiðis RENNblaut alveg í gegn. Þurfti að klæða mig úr skóm og báðum pörum af sokkum hérna frammi á gangi, og gat svo undið þá eins bekkjartusku !
Brrrr... ógeð!

En núna er s.s snjórinn farinn að steypast niður, eins og fyrri dagana, og eigi gleðst ég yfir því. Hefði frekar viljað fá kröftuglega rigningu núna yfir helgina og svo snjóleysu það sem eftir lifir fram að sumri !


Ef þið flettið í orðabók, upp orðinu "þrjóska" - þá fáiði örugglega mynd af dönskum hjólreiðamanni.
Því já ! Sama hversu margir centimetrar af snjó hafa staflast yfir nóttina, sama hversu hálkan breiðir sig yfir jörðina og erfiðar mönnum sporin, og sama hversu slabbið hindrar samgöngur, ALLTAF eru Danirnir á hjólunum sínum, að reeeembast við að koma sér áleiðis... færast 1 meter áfram og 4 aftur á bak, enda á að teyma hjólin hálfa leið, yfir klaka og slabbpolla.
Svo vakna þeir daginn eftir, veðrið er eins, færðin er eins, en samt... þrátt fyrir reynslu fyrri dags...fara þeir niðrí geymslu og draga fram hjólin sín !!! Ótrúlegt !!!!


En ég verð að leggjast aðeins upp í rúm, mér er soldið illt í maganum eftir morgunmatinn minn.

Until we meet again,
Erna - Out !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?