fimmtudagur, desember 22, 2005

Mikið agalega fara svona blaðurskjóður í pirrurnar á mér !
Fólk sem að ELSKAR kjaftasögur eða slúður. Og mér er sama hvort sögurnar sem viðkomandi aðilar eru að segja eru sannar eða ekki; það er alltaf til fólk sem að lifir, nærist og hrærist í þeim heimi að breiða svona lagað út á methraða, þarf alltaf að vera vera alltaf fyrst/ur með fréttirnar, hugsa nottla ekkert um hag "fórnarlambsins" - heldur einskins nema sjálfs síns !

Já,... svoleiðis fer alveg fruntalega í pirrurnar á mér !

---

Hinsvegar er soldið annað sem fer ekki í pirrurnar á mér; og það er íslensk ísmenning! MMMMMmmmmm! Það er spurning um að opna íslenska ísbúð í Baunalandi, með allskonar nammi til að setja ofaná, sósur, ídýfur, ávexti og ég veit ekki hvað og hvað. Svoleiðis tíðkast hreinlega ekki þarna úti, allavegana ekki í jafn miklu mæli og hérna heima, og ég væri sko ALVEG til í að setja á stofn eina slíka verslun. Grínlaust,.. maður fer alltaf alvarlega að spá í þetta þegar maður fær sér eitt stykki Álfheima eða Skeifheima !

Anywhoooo, verð að fara að pakka inn gjöfum. Þær eru sem betur fer allar komnar inn í hús og þá getur maður loksins farið að anda léttar.

Tataaaa,
Ernaaaa.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?