mánudagur, desember 05, 2005

9 dagar til heimfarar.... 

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir súkkulaði,- sérstaklega ekki bara hreint! Mér finnst páskaegg ÓGEÐ og gæti aldrei stútað einu svoleiðis, nema einna helst ef að það væri úr dökku súkkulaði og ef að ég hefði allavegana 2-3 glös af léttmjólk með.
Ef ég fer út í búð og kaupi mér nammi, þá kaupi ég í langflestum tilvikum gúmmí, lakkrís og brjóstsykra,.. en ef að ég kaupi súkkulaði, þá verður að vera eitthvað mikið af öðru með; eins og t.d kex (KitKat) eða kex og karamella (LionBar) eða lakkrís og karamella (Þristur). Öðruvísi get ég ekki kyngt niður einum bita!!!

Þessa dagana get ég ekki hætt að hugsa um súkkulaði, og einna helst hreint rjómasúkkulaði. Martin kom heim með 2 stóra pakka um daginn (af því að hann vann eitthvað í skólanum) og ég var sko ekki lengi að farga kvikindunum, skal ég ykkur segja.
Í hvert sinn sem við förum að versla, þá labba ég framhjá nammi-rekkanum og leita mér að stærstu súkkulaðiplötunni, helst einhverju sem ég hef ekki prófað áður!
Þetta er ÓTRÚLEGT ! Ég hreinlega fatta ekki hvernig heilinn í mér (eða súkkulaðinefnd heilans) getur hafa snúist svona við, 180 gráður á nokkrum mánuðum, án nokkurra pyntinga eða frekari aðgerða!
En ég kvarta svosum ekki; las það uppi á spítala um daginn að samkvæmt einhverjum rannsóknum, þá fæða konur sem neyta súkkulaðis í ágætis magni á meðgöngu að meðaltali miklu glaðari börn, heldur en þær konur sem ekki borða sjúkklai!

Las líka, í sama blaði, að það væri ekki óeðlilegt að konur dreymi einhvern fjandann þegar þær eru óléttar,- sko drauma sem eru ALVEG út úr kú!
Mig minnti að ég hafi lesið þetta einhversstaðar á netinu, en ég mundi bara ekki alveg hvar. Var einmitt að segja þetta við Martin og langaði að finna þessa grein aftur, því að mig er búið að vera að dreyma svo fÁRÁNLEGA drauma, að ef dr.Phil kæmist inn í hausinn á mér, þá myndi hann hiklaust senda mig á einhverja klikk-manna-stofnun, þar sem ég yrði beisluð niður við hliðina á forsprökkum Al-Quaeda og Árna Johnsen!

Neeeeema hvað, að s.s í þessu blaði á spítalanum um daginn, þá rakst ég s.s aftur í grein sem talaði um skrítna drauma verðandi mæðra. Þar var sagt að sökum hormónaflæðis og einhvers annars, þá er alls ekki óalgengt (og meira að segja mmmjög algengt) að konur dreymi eitthvað hræðilegt og algjörlega ófattanlegt. T.d dreyma margar að þær séu að fæða andvana börn eða körfubolta í staðinn fyrir barn, og margar dreymir líka að þær séu að gera eitthvað ógeðslegt við krakkana sína. Síðan eru enn aðrar sem dreymir að þær séu t.d standandi með fílshaus í kjöltunni inni í eldhúsi að baka pönnukökur úr rúðupissi! (Nei, segi svona.. dæmið var ekki akkúrat svona, en það var allavegana eitthvað furðulegt!)

Spurning hvort ég eigi að róa mig niður varðandi minn draum þessa nótt: Lá uppi í rúminu þeirra mömmu og pabba, í gamla svefnherberginu þeirra á Háaleitisbraut, - á leiðinni að fara að para mig með Snoop Doggy Dogg!!!!!!
Skyndilega kallar mamma á mig að ég hafi 20 mínútur til að pakka niður dótinu mínu, því að ég var að fara að fljúga til Íslands í jólafrí!
Snoop greyið, var ekki á alls kosta sáttur, en ég sagði honum að ég hefði ekki neitt val, við yrðum bara að hittast aftur seinna. Síðan situr hann þarna og horfir inn í fataskápinn minn og á mig henda dótinu ofan í töskuna mína (ég sem hafði ákveðið að taka EKKI of mikið í þetta sinnið),- og skyndilega segi ég við hann; "Guuuð! Ég vildi óska að ég væri eins rík og þú,... ég er nefnilega ekki búin að kaupa mér föt í svo langan tíma, af því að ég hef ekki efni á því !!!" (*skeifa á munn*)

Já,.. ekki oft sem að maður svíkur Snoop-inn um love-making og reynir svo að fá hann til að gefa sér pening fyrir fleiri fötum!

---

Martin liggur sofandi uppi í rúmi. Var búinn að biðja mig að vekja sig, því að hann er að fara í heimsókn til frænku sinnar sem er á sjúkrahúsinu hérna í Aarhus.
Málið er bara það, að það er EKKI HÆGT að vekja guttann. Og ég skal sko bara segja ykkur það, að ef að það mun EITTHVAÐ skilja okkur að í framtíðinni, þá er það akkúrat eitthvað svona.

Þegar hann þarf að vakna snemma daginn eftir, þá segir hann alltaf við mig: " ... og þú verður svo að sjá til að ég vakni!"
"Já já", segi ég við hann- svo kemur nýr dagur og Erna stendur við rúmið, hristir hann og potast og alltaf segir martin "Jább.. er vaknaður!" og sofnar svo BÓKSTAFLEGA hálfri sekúndu seinna. Aftur reynir Erna, svona 1 mínútu seinna; og fær sömu viðbrögð. Í þriðja sinn, voða ljúflega, vekur hún manninn sinn, og enn og aftur segir hann: "Já, ég er vaknaður!" og Erna fer að finna fyrir smá biturð í röddinni á drengnum.
Hún gefur honum 10 mín í viðbót, fer fram og hitar kaffi, ristar sér brauð, og fer svo aftur inn og kveikir ljósið og segir aðeins meira höstug en áður: "Martin, ætlarðu ekki að fara að vakna???!!"
Og þá verður Martin pirraður og fussar og sveiar og veltir sér yfir á hina hliðina: "JÚ! Ég ER vaknaður!!! ..... *hroooot*"

Erna gefur honum seinustu 10 mínúturnar, gælir við hugsunina um að skvetta á hann vatni, en hrindir henni frá sér (er ekki tilbúin til að taka á móti heimilisofbeldi á þessu stigi í sambandinu) og fer svo inn og potar fast í hann og segir: "MARTIN ! KLUKKAN ER ORÐIN XXX OG ÞÚ ÞARFT AÐ DRÍFA ÞIG Á FÆTUR!!!!!!"
"JÁ JÁ JÁ.. SLAPPAÐU AF!!!" segir kallinn, alveg grútfúll og pirraður. Og þá kemur setningin sem ég hef sagt svo oft í lífinu mínu:
"Þú baðst mig um að vekja þig. Hættu að segja mér að sjá til að þú vaknir, ef að þú verður bara pirraður þegar ég er að gera þér greiða!!!!!!!!!!!!" og strunsa svo út og leyfi honum að liggja í sinni geðvonsku (sem oftast endist ekki lengur enn í 2-3 sekúndur, því þá er hann sofnaður aftur! )

Síðan þegar hann vaknar, hvenær sem það svo er, þá man hann yfirleitt ekki helminginn af þessum samtölum, og biðst innilegrar afsökunar á að hafa komið svona fram við mig.
Seinna sama kvöld, segir hann mér að sjá til að hann vakni, hann VEEEEERÐUR að vakna á réttum tíma....
Og svona heftur þetta verið seinustu daga. Ég hef sagt við hann að ég nenni ekki að vekja hann; hann vakni hvort eð er aldrei og verður alltaf pirraður, sem gerir mig pirraða og allt fer í skít. Hann LOFAR að vera ekki pirraður, ég lofa að vekja hann- en viti menn... hann verður pirraður !

Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í morgun. Ég vaknaði klukkan hálf tíu til að fara að læra. Martin vildi fara á fætur í SEINASTA lagi 10, því hann ætlaði s.s upp á spítala! Núna er klukkan 11.04 og mér hefur enn ekki tekist að koma honum á lappir, þrátt fyrir að hafa 4 sinnum potað í hann, 1 sinni kitlað hann undir hendinni, kveikt ljósið og hækkað röddina og svo eftir seinust neitun sagði ég: "FINE! Farðu þá bara á fætur þegar þú vilt!" og lokaði hurðinni harkalega, í von um að það myndi vekja hann.

Ég er alvarlega farin að hugsa um þetta með vatn í bala,....

Jæja,... gonna give it another try
þarf svo að læra
wish me luck
ciao
Miss Erna Doggy Dogg, - a.k.a the Alarm Clock




This page is powered by Blogger. Isn't yours?