sunnudagur, desember 11, 2005

4 dagar.. 

Jámm... 4 dagar í brottför, og það telur hratt.

Vorum að koma heim úr skúringum. Ég er alveg búin á því. Er búin að vera með svo mikinn hausverk seinustu daga, að ég held ég verði að sofa með hitapokann hans Martins undir öxlunum í nótt.
Annars er ég komin með svo svakalegt æði á appelsínum, að annað eins hefur ekki sést á mínum bæ. Það byrjaði allt um daginn þegar við Martiníó fórum að skúra. Ég var svo þyrst, og vatnið þar er alltaf svo heitt, að ég ákvað að stela mér einni mandarínu sem lá þarna í ávaxtakörfunni.
... eða "stela" því að þessi ávaxtakarfa er alltaf full af ávöxtum og grænmeti handa starfsfólki, og síðast þegar ég gáði, þá var ég part of this team.

Nema hvað, að ég át kvikindið um leið og ég kom heim, og ég skal bara segja ykkur það að þetta var beeesta appelsína sem ég hef á ævi minni smakkað.
Endaði nottla á því að senda Martin út í búð daginn eftir, og hann festi kaup á nokkrum stykkjum, sem ég kláraði á 3 dögum,- sú seinasta rann niður í dag :(

Mitt í minni vanlíðan og sorg yfir tómleika appelsínanna, þá sá ég ljósið: ég mundi skyndilega að við vorum nefnilega að fara að skúra í kvöld, þannig að ég gæti hnuplað annarri.
Haldiði ekki bara að það hafi verið julefrokost á föstudeginum, og ávaxtakörfunni var skipt út með skál af pistasíuhnetum, möndlum og piparkökudropum !

Já, ég er sko bobby fúl, enda alveg viss um að ég myndi eyða mínum seinustu mínútum á þessum degi í að rífa þykkan börkinn utan af dúllunni minni og berjast við að negla tönnunum í kjötið, meðan safinn rynni niður bæði munnvik og ofan á hvítan bolinn. Fögur er sjónin,.. en nú lifir hún aðeins í draumi !

---

Er að spá í að taka upp move-ið hennar Bertu hjúkku, og biðja alla um að kvitta í kommentin, sem að lesa þessa færslu. Ég sé nefnilega að það er alveg slatti af heimsóknum á dag, og mig langar hreinlega að vita hverjir viðkomandi aðilar eru.
Svo,- vinsamlegast: stígið fram og segið til nafns.

Annars þarf ég að fara að skella mér í rúmið, svo að ég bið bara að heilsa í bili
tatataaaa
ernanaaaa




This page is powered by Blogger. Isn't yours?