fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Fatlafól... fatlafól... ! 

Vorum uppi í skóla, eins og fyrri daginn, að vinna að verkefninu okkar. Albert var með tónlist í tölvunni sinni og spilaði fyrir okkur hin, eins og fyrri daginn,.. - svosum ekkert merkilegt í kringum það.
Nema hvað, að svo kemur að Megas og lagið "Fatlafól" og við hin förum að raula með. Gary greyið, sem er eini útlendingurinn í annars Íslendingaheimi (og hópi) veit nottla ekki út á hvað lagið gengur, og kippir sér svosum ekkert meira upp við það.
Ég, sem hef alltaf verið hinn mesti anti-Megas-fan, hef ekki oft hlustað á þetta lag, og kann þess vegna ekki allan textann. Í þetta skiptið, ákvað ég þó að leggja til eyrun mín, og sjúga upp boðskapinn. Svo skyndilega skelli ég uppúr, því eitthvað fannst mér víst hlægilegt og við Ísalendingarnir (Albert, Egill og ég) hlæjum svona útundan okkur að textanum. Gary greyið lítur upp, alveg úti á engi, veit ekkert hvað er svona fyndið, en langar örugglega að vera með, og lítur spurnaraugum á okkur hin.
Þá tókum við upp á því að þýða fyrir hann:
"This is a song, about a crippled man in an 18 gear wheelchair, who gets run down by a machine that makes the ground smooth!"
Sjálf hlæjum við sérstaklega að þessari útskýringu, en ekkert fannst Gary ennþá spaugilegt við þetta.
Síðan heyrist í Alberti: "........ and then they take him to the museum!!!!!!!!!!!!!!"

Já, fjöldinn allur af íslenskum söngtextum er ekki upp á marga fiskana! Og ég skal bara segja ykkur það, að ég varð að taka mér gott hlé frá verkefnavinnu eftir þessa þýðingu,.. enda alveg ljóst að hún var ekki alveg að gera sig upp á enska mátann. Það var kannski einna helst ljóst á því að Gary tók ennþá ekki neinn þátt í æpum og skrækjum okkar hinna, sem sáum ekki ljósið fyrir brandaranum ! ! !

Við Martin fórum í bíó, á Harry Potter að kvöldi sama dags. Myndin var mögnuð og ég skemmti mér konunglega.
Nema hvað, að áður en sýningin hefst, þá segi ég Martini ofarnefnda Megas-sögu, nema bara að ég segi honum söguna aðeins öðruvísi: "Albert var að spila Bubba-lög, þá kom lag með honum og Megasi sem að fjallar um fatlaðan mann."
Já já, blara blara.. ég segi alla söguna, og Martin hlustar af ákafa.
Svo í lokin segir hann: "Megas ???? Bíddu.. hann syngur ekki barnalög?!? Er það nokkuð??"
"Ha?? Barnalög? Um hvað ertu að tala?"
"Já, ertu ekki að tala um Bubbi byggir?????"

Held ég hafi misst um 3 cm utan af mittismálinu mínu á þennan daginn, enda langt síðan að magavöðvarnir hafa fengið jafnmikla æfingu!

Got to go,
er boðið í gúllassúpu heim til Egils.
Þarf að fara upp í Fötex til að kaupa klósettpappír, svo að ég geti skvett úr'enni áður en ég fer í matarboðið.

Turilú,....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?