laugardagur, nóvember 12, 2005

Þetta er alveg agalegt með þessar blessuðu hryðjuverkaárásir og tilraunir. Maður er hvergi óhultur, og ég þori ekki neinu og treysti ekki neinum.
Var í strætó um daginn og það stóð einhver múslimskur maður við hliðina á mér, haldandi á leðurskjalatösku. Ég fékk allt í einu svona "run while you can" tilfinningu, því að ég var alveg viss um að hann ætlaði að sprengja upp strætóinn!
Maður er orðinn alveg gegnumsýrður eftir allar þessar fréttir og ég veit ekki með ykkur, en ég er farin að óttast um líf mitt, svona for real.

---

Martin og félagar sem voru að halda þessa boligmessu um daginn, voru að telja saman gróðann. Hann bar upp á næstum 700 þúsund krónur íslenskar, og var bróðurlega skipt á milli þeirra fjögurra.
Martin og einn annar strákur keyptu sér fartölvu og hinir tveir keyptu sér flatskjá sjónvarp. Martini langaði svo agalega í svona sjónvarp líka, en sökum vírusarárásar á aðra tölvuna okkar og hárrar elli hinnar, þá neyddist hann til að leggja drauminn um sjónvarpið til hliðar og spreða í nýja tölvu.
Drengurinn er hæstánægður með stykkið, og er þegar búinn að leggja niður nokkrar grundvallar-reglur sem verður að fara eftir ef maður stendur í eða um 4 metra fjarlægð frá kubbnum !

---

Að öðru leiti gengur bara vel á bænum og allt virðist vera að keyra í svona sæmilega rétta átt. Mig dreymir ennþá íslenskar kræsingar; flatkökur með hangikjöti, skyr, karamellusnúð, múslírúnnstykki, íslenskar langlokur, Dominos, KFC og svo mætti lengi telja.
Mikið svakalega getur maður stundum orðið obsessed !!!

Annars held ég að ég láti þetta bara gott heita í bili,
er að fara að taka eitt gott útihlaup
'til we meet again,
Larsen OUT




This page is powered by Blogger. Isn't yours?