laugardagur, nóvember 05, 2005

Bót fyrir brók.. 

Það er sko aldeilis ástand á þessu heimili,... nánara sagt í nærbuxnaskúffunum.
Já,... ég skal sko bara segja ykkur það að það er ekki til EIN heil brók á Martins helming og drengurinn gengur með sína prívat parta hangandi út alveg lon og don, hér og þar, studdir af engu öðru en saumþráðum og mittisteygjum.
Ég er alltaf að segja honum að fara að kaupa sér nýjar brækur, en ég held að það sé karlmönnnum bara lífsins ómögulegt, því að hann hefur ekki enn drifið sig af stað og lætur sér nægja að skýla hermanninum með undirfatnaði sem betur væri notaður sem bekkjartuska. Ætli þetta sé svona eins hjá þeim með nærbuxur og þetta var fyrri okkur stelpurnar á gelgjuskeiðinu þegar við þurftum að fara út í búð og kaupa dömubindi,- ógeðslega vandræðalegt og óþægilegt !?!?

Nema hvað,.. að ég held að bakteríurnar sem hafa ráðist á nærfatnaðinn hans Martins séu nú að leggja til atlögu á minn helming, því að undanfarna daga virðist ég alltaf vera að tína fram fleiri og fleiri varnarlausar brækur úr minni skúffu.
Í ljósi liðinna atburða og frétta, þá held ég að það sé nokkuð ljóst að fólk verður að fara að hafa augun opin á öðrum vígvöllum, fuglaflensan er úti,- nærbuxnaflensan verður okkar stærsta áhyggjuefni næstu daga !!!!!

---

Jæja, þá er maður byrjaður á lokaverkefninu í skólanum, og hvað þýðir það !?! Að eftir rúmar 5 vikur verð ég komin heim á Klakann. Magnað !!!
Mig dreymdi Álfheimaís í nótt, sem er svosum ekkert skrýtið, því mig dreymir hann reglulega,- líkt og barn deyjandi úr þorsta dreymir vatn !!!

Jólabjórinn var fluttur á bari og í búðir í gær, og allt ætlaði um koll að keyra. Jólatónlistin var spiluð eins og aldrei áður og það var svo mikið af fólki niðrí bæ, að það maður fékk þá tilfinningu að það væri komið Þorláksmessukvöld og allir á seinustu stundu að versla jólagjafirnar.

Og ekkert bólar víst á mynd af hárinu,... afsakið ! Ég hef hreinlega enga afsökun, ég bara hef ekki látið verða af því að fá mér reikning inni á netinu og biðja Martin um að smella af einni. Ég veit ekki hvenær það gerist, ég vil ekki lofa einhverju og standa ekki við það. Mér finnst líklegt að það gerist einhvern tímann fyrir jól,.. en eins og ég segi... lofa engu !!!!

En jæja.. ég hugsa að ég ráðist á óhreinatauskörfuna
bið ykkur vel að lifa
kveðjur að handan
Erna Larsen




This page is powered by Blogger. Isn't yours?