LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
br> br> br> br>sunnudagur, september 25, 2005
What a wonderful wooooorld...
Ég sit hérna, sveitt eftir útihlaup, með háralit í rótinni og kók á kantinum,- og ég get ekki að því gert að ég er soldið út úr heiminum.
Ég tók léttan rúnt í gegnum skóginn. Sólin skein eins og aldrei áður og hitinn fór upp í næstum 20 gráður. Mér leið eins og klippt úr einhverri "Life is great"-mynd; fólk var samansafnað undir eplatrjám og tíndi sér í gogginn, sumir stóðu við lækinn og reyndu við fiskinn og enn aðrir sátu á bekkjum, störðu á hina og nutu lífsins !
Þetta var allt saman soldið súrrealískt, og það eina sem vantaði var Frank Sinatra á fóninn: "What a wonderful world!"
Ég gat ekki að því gert að hugsa aðeins um lífið. Dramatísk klisja,- ég veit það,- en ég gerði það nú samt !
Í gegnum hraða hversdagsleikans, endurspeglast brenglaður veruleikinn. Miðlarnir, allstaðar, varpa ljósi fullkomna veröld, þarna hinumegin, og við tilbiðjum einstaklingana sem lifa í henni. Eftir stöðugan samanburð komumst við að því að við erum fjarri því að vera idealísk, og veslumst upp úr eilífri sjálfsvorkunn. Við erum endalaust upptekin af sjálfinu og þeirri staðreynd að heimurinn snúist um okkur ein, græðgin er að drepa okkur, og allir vilja eignast allt,- helst án nokkurrar fyrirhafnar!
Ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið alveg ótrúlega heppin með lífið. Ég er fullkomlega heilbrigð, hef aldrei lent inni á sjúkrahúsi (nema til að heimsækja aðra), ég er ekki einu sinni með ofnæmi (kannski vægt frjóofnæmi), ég hef lokið grunnskóla og fékk að velja mér framhaldsskóla sem ég kláraði með ágætiseinkunn. Allir sem ég elska og þykir vænt um eru heilbrigðir, frískir og hamingjusamir, og ég hef blessunarlega aðeins einu sinni þurft að ganga í gegnum það að sjá ættingja deyja (þegar Snorri bróðir pabba lést úr krabbameini fyrir rúmum 2 árum). Ég var fædd inn í yndislegustu fjölskyldu í geimi, sem alltaf setur minn hag fyrstan, hún styður mig í einu og öllu og gefur mér allt sem ég þarf, og svo miklu miklu meira en það. Líf okkar hefur sannarlega verið dans á rósum og samband okkar er sterkara en stál. Ég á guðdómlegan kærasta sem vill allt fyrir mig gera, ég sé ekki fyrir honum ljósið og er að eilífu þakklát að hafa fundið hann, sálufélagi minn og gamall eiginmaður úr fyrra lífi!
Ég hef átt skítnóg af pening til að eignast allt nauðsynlegt, og alltaf átt afgang til að veita sjálfri mér þann munað að kaupa ákveðin eftirsóknarverð fríðindi. Ég ólst upp í frjálsu landi, ég má hafa mínar skoðanir á hlutunum og þær eru teknar gildar, ég hef endalausa framtíðarmöguleika og get orðið hvað sem ég vil. Ég get borðað allt sem mig listir til, má klæðast því sem ég vil og velja mér eiginn maka,- allt saman algjörlega eftir mínu höfði.
---
Þrátt fyrir það, þá er ég ekki alltaf algjörlega ánægð og get stöðugt fundið eitthvað sem ég myndi vilja breyta á sjálfri mér og lífi mínu! Mig langar að vera 10 kílóum léttari, fá sléttari og flottari húð, grennri og stinnari lappir, minna nef, stærri augu, smærri putta. Mig langar að vera ríkari, eiga bíl og alltaf geta keypt mér hvaða flík sem ég vil!
HVERNIG VOGA ÉG MÉR ?????
Ég er í góðu formi og get stundað þá íþrótt sem ég vil. Ég hef aldrei lent í bruna og aldrei þurft að ganga í gegnum húðígræðslu. Ég er með lappir sem virka og er ekki bundin við neitt apprat til að hjálpa mér að komast leiða minna. Ég get labbað allan fjandann og notið þess að heyra klikkið í háu hælunum mínum þegar ég fer eitthvað fínt. Ég get klætt mig í mínar eigin buxur, ég þarf ekki hjálp til að komast á klósettið og ég get algjörlega séð um mig sjálf. Ég hef aldrei upplifað það að einhver leggi á mig hendur (hvorki kunnugur né ókunnugur), ég nota kannski gleraugu, en ég sé allt og get notið þess að horfa á sjónvarpið og veit hvernig allir mínir fjölskyldumeðlimir líta út. Ég hef efni á að kaupa mér brauð og álegg þegar mér hentar, get pantað mér sukkmat svona 1 sinnum í viku, á nógan pening til að baka kökur og bollur um helgar, hef aldrei þurft að kveljast úr hungri og get fengið mér hreint vatn að drekka þegar ég er þyrst. Ég kemst alltaf á leiðarenda, hvort sem er fótgangandi eða í strætó, og svo á ég líka hjól og línu skauta,.. eða pening til að taka leigubíl!!! Ég á meira en 20 buxur til að velja úr, yfir 70 boli og 3 sinnum fleiri skó en vikudaga, bý í eigin íbúð, með hita og rafmagn og meira til !
Hvernig voga ég mér að óska eftir meiru, þegar ég á allt og svo miklu miklu meira en það ?!?! Hvernig dirfist ég að sitja fyrir framan sjónvarpið og öfundast út í annarra manna líf,- þegar það eru svo ótal ótal margir sem sitja og öfundast út í mitt???
Bara svona aðeins til að hugsa um,.......
Ég tók léttan rúnt í gegnum skóginn. Sólin skein eins og aldrei áður og hitinn fór upp í næstum 20 gráður. Mér leið eins og klippt úr einhverri "Life is great"-mynd; fólk var samansafnað undir eplatrjám og tíndi sér í gogginn, sumir stóðu við lækinn og reyndu við fiskinn og enn aðrir sátu á bekkjum, störðu á hina og nutu lífsins !
Þetta var allt saman soldið súrrealískt, og það eina sem vantaði var Frank Sinatra á fóninn: "What a wonderful world!"
Ég gat ekki að því gert að hugsa aðeins um lífið. Dramatísk klisja,- ég veit það,- en ég gerði það nú samt !
Í gegnum hraða hversdagsleikans, endurspeglast brenglaður veruleikinn. Miðlarnir, allstaðar, varpa ljósi fullkomna veröld, þarna hinumegin, og við tilbiðjum einstaklingana sem lifa í henni. Eftir stöðugan samanburð komumst við að því að við erum fjarri því að vera idealísk, og veslumst upp úr eilífri sjálfsvorkunn. Við erum endalaust upptekin af sjálfinu og þeirri staðreynd að heimurinn snúist um okkur ein, græðgin er að drepa okkur, og allir vilja eignast allt,- helst án nokkurrar fyrirhafnar!
Ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið alveg ótrúlega heppin með lífið. Ég er fullkomlega heilbrigð, hef aldrei lent inni á sjúkrahúsi (nema til að heimsækja aðra), ég er ekki einu sinni með ofnæmi (kannski vægt frjóofnæmi), ég hef lokið grunnskóla og fékk að velja mér framhaldsskóla sem ég kláraði með ágætiseinkunn. Allir sem ég elska og þykir vænt um eru heilbrigðir, frískir og hamingjusamir, og ég hef blessunarlega aðeins einu sinni þurft að ganga í gegnum það að sjá ættingja deyja (þegar Snorri bróðir pabba lést úr krabbameini fyrir rúmum 2 árum). Ég var fædd inn í yndislegustu fjölskyldu í geimi, sem alltaf setur minn hag fyrstan, hún styður mig í einu og öllu og gefur mér allt sem ég þarf, og svo miklu miklu meira en það. Líf okkar hefur sannarlega verið dans á rósum og samband okkar er sterkara en stál. Ég á guðdómlegan kærasta sem vill allt fyrir mig gera, ég sé ekki fyrir honum ljósið og er að eilífu þakklát að hafa fundið hann, sálufélagi minn og gamall eiginmaður úr fyrra lífi!
Ég hef átt skítnóg af pening til að eignast allt nauðsynlegt, og alltaf átt afgang til að veita sjálfri mér þann munað að kaupa ákveðin eftirsóknarverð fríðindi. Ég ólst upp í frjálsu landi, ég má hafa mínar skoðanir á hlutunum og þær eru teknar gildar, ég hef endalausa framtíðarmöguleika og get orðið hvað sem ég vil. Ég get borðað allt sem mig listir til, má klæðast því sem ég vil og velja mér eiginn maka,- allt saman algjörlega eftir mínu höfði.
---
Þrátt fyrir það, þá er ég ekki alltaf algjörlega ánægð og get stöðugt fundið eitthvað sem ég myndi vilja breyta á sjálfri mér og lífi mínu! Mig langar að vera 10 kílóum léttari, fá sléttari og flottari húð, grennri og stinnari lappir, minna nef, stærri augu, smærri putta. Mig langar að vera ríkari, eiga bíl og alltaf geta keypt mér hvaða flík sem ég vil!
HVERNIG VOGA ÉG MÉR ?????
Ég er í góðu formi og get stundað þá íþrótt sem ég vil. Ég hef aldrei lent í bruna og aldrei þurft að ganga í gegnum húðígræðslu. Ég er með lappir sem virka og er ekki bundin við neitt apprat til að hjálpa mér að komast leiða minna. Ég get labbað allan fjandann og notið þess að heyra klikkið í háu hælunum mínum þegar ég fer eitthvað fínt. Ég get klætt mig í mínar eigin buxur, ég þarf ekki hjálp til að komast á klósettið og ég get algjörlega séð um mig sjálf. Ég hef aldrei upplifað það að einhver leggi á mig hendur (hvorki kunnugur né ókunnugur), ég nota kannski gleraugu, en ég sé allt og get notið þess að horfa á sjónvarpið og veit hvernig allir mínir fjölskyldumeðlimir líta út. Ég hef efni á að kaupa mér brauð og álegg þegar mér hentar, get pantað mér sukkmat svona 1 sinnum í viku, á nógan pening til að baka kökur og bollur um helgar, hef aldrei þurft að kveljast úr hungri og get fengið mér hreint vatn að drekka þegar ég er þyrst. Ég kemst alltaf á leiðarenda, hvort sem er fótgangandi eða í strætó, og svo á ég líka hjól og línu skauta,.. eða pening til að taka leigubíl!!! Ég á meira en 20 buxur til að velja úr, yfir 70 boli og 3 sinnum fleiri skó en vikudaga, bý í eigin íbúð, með hita og rafmagn og meira til !
Hvernig voga ég mér að óska eftir meiru, þegar ég á allt og svo miklu miklu meira en það ?!?! Hvernig dirfist ég að sitja fyrir framan sjónvarpið og öfundast út í annarra manna líf,- þegar það eru svo ótal ótal margir sem sitja og öfundast út í mitt???
Bara svona aðeins til að hugsa um,.......