mánudagur, maí 02, 2005

Ég SKIIILL EKKI af hverju karlmenn þurfa að lesa inni á klósetti!!! Ég hreinlega skil það ekki !
Og þetta er greinilega eitthvað náttúrulögmál, - því að ÞEIR GERA ÞAÐ ALLIR,.. með tölu !!!

Ahverju fara þeir ekki bara inn, ljúka sér af,.. og út aftur !
Þarf eitthvað að vera að lengja þessa athöfn ? Gera hana meira spennandi ? Eftirminnilegri ?

Ég meina það !
Er einhver þarna úti sem getur varpað ljósi á þessa angist mína ????

---

Og talandi um skít,... hafiði heyrt um 8 ára stelpuna hérna í Danmörku, sem var bitin til bana af hundi ??? Og ekki bara hvernig hundi sem er,.. heldur svona sætur, ofurloðnum hundi, með hár ofan í augu !?!?
Ógeðslegt ! Og það sannar það bara enn frekar að mannfólkið á ekki að lifa með dýrunum: hundar bíta, kettir klóra, fuglar kroppa og fiskar deyja ! Þetta er allavegana mín reynsla af heimilisdýrum !

---

Við Martin vöknuðum 05:40 í morgun, við svakalegt titringshljóð,.. svona eins og þegar að maður er með símann sinn á silent en vibration, liggjandi á borði,.. og svo hringir einhver og það koma svona 10 stutt titringsköst.
Það s.s upplifuðum við í nót - ÓTRÚLEGA hátt og GEÐVEIKISLEGA pirrrandI. Bæði kíktum við á okkar eigin síma,.. en ekki voru það þeir. Þannig að Martin stökk á fætur og kíkti út um gluggann og ég krönglaðist upp á hnén og leit bak við rúmið. Ekkert sáum við og lætin hættu.

5 mínútum seinna byrjaði þetta aftur. Martin hélt það kæmi utan frá, og lá kjurr.. en í þetta sinnið stökk ég á fætur og kíkti út um hinn gluggann.
Og svo hættu óhljóðin !

Svona gekka þetta STANSLAUST í næstum klukkutíma, og aldrei gat ég sofnað á milli af því að ég var alltaf að hugsa: " ohh.. great ! 4 min og 55 sek þar til þetta byrjar aftur !..... 4 min og 23 sek þar til þetta byrjar aftur... " on and on !

Svo tók ég eftir því, meðan ég lá þarna mitt í minni andvöku og MERGJAÐA pirringskasti, að það var rooosalega veikt síma-bíb hljóð sem að fylgdi með. Það var svo veikt, að það heyrðist varla ( Martin tók ekki eftir því, enda sofnaði hann alltaf þessa 5 mínútur á milli.. og hrökk svo upp þegar þetta byrjaði aftur ) .. en ég var orðin svo heltekin af þessum saurbjóði,... að ég s.s varð vör við þetta síma-bíbb.. svona eiginlega eins og vekjaraklukkuhljóð í síma.

Það var svo fyndið.. að ég ( við ) gat ómögulega gert mér grein fyrir því hvaðan þetta hljóð kom, og það var að æra mig !
Ohh well.. svo s.s loksins eftir rúman klukkutíma ( klukkutíma og 10 mín, to be precise ) þá heyri ég eitthvað þramm í íbúðinni fyrir ofan,.....- titringshljóðið og veika bíbbið hættu,- og komu svo EKKI AFTUR ! THAAAANK GOOOOOOOD !

Ég fór helst að ímynda mér að síminn hjá kallasnanum hérna á efri hæðinni hafi legið á gólfinu, og þess vegna hafi þetta heyrst svona greinilega í gegn og niður til okkar.
Og ég ætla rétt að vona að hann hafi ekki verið heima meðan titringurinn átti sér stað, því að ef hann var það.. þá þarf hann alvarlega að laga á honum eyrun, fleygja honum í spennitreyju og henda honum ofan í gryfju fulla af hungruðum ljónum!

Neeeeeeeema, þetta hafi verið titringur úr annars konar tóli, - if you know what I mean -strákurinn verið heima og með rænu allan tímann, og í góðu stuði með "símanum" !

Hvort heldur sem er,.. þá er hann kominn á dauðalistann minn.. og það nokkuð ofarlega !!!

Og svo mörg voru þau orð.....
hejsaaa..




This page is powered by Blogger. Isn't yours?