þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Já, ég mun nú seint teljast bollugerðarmaður !

Það var þannig að ég tók mig til í gær og bjó til bollur. Heppnaðist ekki betur en svo, en að fyrri skammturinn varð svo vökvakenndur að ég varð að hella honum í mót og búa til "bolluköku". Var samt alveg ágæt á bragðið, bara bjánalegt að skera sér sneið og setja glassúr og rjóma ofan á!

Seinni skammturinn varð alveg ágætur, ekki alveg eins þunnur. Það er verst bara að við eigum ekki handþeytara, sem er eiginlega nauðsyn í bollubakstri.
En úr komu bollur,- reyndar ekki eins góðar og þegar mamma gerir,- en ætar samt !

---

Það er skemmst frá því að segja að ég sofnaði klukkan korter í 9 í gærkvöldi,- já 20:45 !!!!
Ekki veit ég hvernig stendur á því, en ég hugsa að horbjóðins bókin sem ég var að lesa hafi eitthvað með það að gera.
Ég vaknaði svo klukkan hálf ellefu, fór á fætur, fór í sturtu, tók til skólabækurnar og svona, og sofnaði svo aftur rúmlega tólf.
En hvað er málið ? Hversu leiðinleg er þessi blessaða bók ? Og við erum að tala um það að ég var ekki bara þreytt,... ég var í alvörunni að BERJAST við að halda mér vakandi seinustu 6 blaðsíðurnar !

---

Jæja ! Á morgun er maraþon-þrifdagur í Gebauersgötunni.
Við Martin höfum lengi ætlað okkur að taka þessa íbúð í gegn, en alltaf hefur eitthvað komið uppá. Núna er hinsvegar engin undankomuleið; það er engin æfing hjá Martini á morgun og við erum ekki að skúra, þannig að við ætlum að drífa þetta af. Hvert einasta rykkorn getur kysst þessa tilveru bless, því á morgun verður "slátrun skítsins" !!!

En jæja, ég er farin í sturtu
ætla svo að taka smá forskot á sæluna og ganga frá þvotti,
turilúúúúú.......






This page is powered by Blogger. Isn't yours?