fimmtudagur, desember 02, 2004

14 DAGAR ... 

Já, og ekki nema tæpar tvær vikur þar til að ég stíg fæti á ísakalda Frónið !
Aaallveg magnað fyrirbæri, þessi tími. Hann bara svoleiðis hleypur frá manni.

---

Það er búið að vera alveg spinnegal að gera hjá mér. Í skólanum er allt búið að snúast um soldið stórt verkefni sem við vorum að vinna að. Í gær héldum við svo fyrirlestur og það gekk bara fjandi vel. Síðan á mánudaginn í næstu viku tekur við annað stórt, ef ekki stærra verkefni sem við fáum bara nokkra daga að vinna, og svo daginn áður en ég flýg heim, þá byrjum við á lokaverkefni 1. annar, sem er hópverkefni líka ( eins og eiginlega flest okkar verkefni hingað til ) og það er MEGA stórt og maður þarf eiginlega að vera að vinna að því í jólafríinu. Samt fáum við reyndar alveg 3 vikur í janúar til að vinna að því í skólanum, þannig að það verður engin kennsla, bara kennararnir verða til staðar ef okkur vantar hjálp.

Svo erum við enn að skúra og skrúbba og taka að okkur smá auka.
Martin er þar að auki byrjarður að vinna hjá ISS, svona skrifstofuvinnu. Hann ræður svona nokkurn veginn hvernig hann vinur, má eiginlega koma hvenær sem hann vill og vinna eins lengi og hann vill. Hann var í dag frá 8-4 og var mjög ánægður. Þetta er víst ágætis vinna og vel borguð.

Oooooog, svo erum við byrjuð að versla jólagjafirnar. Það gengur svona... tjahh.. frekar rólega ! En ég veit samt hvað ég ætla að gefa í 90 % tilvika, þannig að það ætti að flýta fyrir.

---

Annars hefur ekkert krassandi gerst.
Eða jú ! Það var nú eitt;... í gær fórum við Martin s.s niðrí bæ að versla jólagjafirnar og vorum stödd inni í DRESSMAN að leita að skyrtu handa pabba hans.
Síðan er svona stallur á miðju gólfinu með skyrtum og peysum á, og Martin stendur þarna og skoðar og veltir þessu fyrir sér. Það standa líka 2 kallar að skoða úrvalið á stallinum og þeir eru svona frekar hávaðasamir og töluðu soldið svona eins og þeir væru fullir, og það var ÓGEÐSLEG (reykinga)lykt af þeim. Í fyrstu datt mér í hug að þeir væru alkahólistar, eins og er soldið mikið um hérna í Baunalandi. En síðan tók ég eftir því að þeir voru alls ekkert skítugir eða í ógeðslegum fötum, eins og gjarnan er með þetta blessaða fólk.

Nema hvað, að þeir voru frekar svona "dónalegir"... stóðu bara þarna á sama stað allan tímann, og Martin var að reyna að kíkja á einhverja skyrtu sem var þarna, en þeir voru búnir að leggja bunka af peysum ofaná og voru sko ekkert að færa sig !
Svo fer annar þeirra að máta peysu og gerir það bara þarna á miðju gólfi; klæðir sig úr jakkanum og peysunni og bolurinn sem hann er í innanundir lyftist svona upp með og buxurnar hans svoleiðis hanga einhversstaðar fyrir neðan allar hellur !
Jæja.. missir ekki bara gæinn peysuna á gólfið og beygir sig niður eftir henni og MEN Ó MEN... við sáum sko PLÖMMARA og gott betur en það !
Ég er EKKI að grínast... við sáum svo mikið af rassinum á honum, að ég er ekki frá því að það hafi sést í rassGATIÐ sjálft ! Við sáum eiginlega allan hringinn: rassinn, rassgatið og upp að framan !!!!

Og hahahahah.. það sem að var svo fyndið var að Martin stóð BEINT fyrir aftan hann,.. ahahaha.. kannski svona 20 cm frá honum, og greyið Martin, greyið.. hann er scared for life !
Hann svona sjálfkrafa kipp til hliðar,.. svona eins og honum hafi brugðið, og kom með þennan líka óborganlega svip í framan....hahaha ... og ég þurfti nottla að labba í burtu til að hlæja.

Því meira sem ég fylgdist með þeim ( og rassaborunni ) því sannfærðari varð ég að þeir væru alkahólistar. Svona aðallega fyrir þær sakir að þvi nær sem maður færði sig að þeim, þeim mun betur fann maður hvað þeir ÖÖÖÖNGUÐU þeir af áfengislykt

En eins og ég segi,.. þá hefur Martin bara legið uppi í rúmi í dag, með hita og ælupest.... eftir öll ósköpin ! :)

neiiiiii..... bara dóka !
En þetta er kannsk svona móment þar sem að " þið hefðuð þurft að vera þarna ! "
Það var bara best að sjá viðbrögðin hjá Martini :) hahahahah !

--

En jæja.. ég er farin í sturtu, og svo þarf ég að lesa aðeins fyrir morgundaginn.

P.s Hvaða Begga var það sem kommentaði á bloggið mitt um daginn ?? :)

Until we meet again,..




This page is powered by Blogger. Isn't yours?