föstudagur, júlí 23, 2004

7 DAGAR ..... 

Það er soldið fyndið, að ég er alltaf að mæta einni ákveðinni konu hérna í bænum. Í dag, á leið í vinnuna, hjólaði ég framhjá henni í 8. skiptið síðan ég flutti hingað, sem er alveg merkilegt þegar tekið er tillit til þess að þetta er rúmlega 30 þús. manna bær, og við mætumst alltaf á nýjum og nýjum stað í bænum, á mismunandi tíma.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er farin að halda að hún sé að elta mig !

---

Í dag lét sólin loksins sjá sig.. eftir hádegi. Þannig að ég sat úti, sem límd ofan í sólstólinn, þar til klukkan hálf-sex. Ég fékk meira að segja smá bikinífar ! Jibbbí og húrrra fyrir því !

---

Svo var ég að frétta að Harrisdon Ford hafi verið á Íslandi,... í hvaða erindagjörðum, ég bara spyr ?? Ætli Calista hafi verið með honum ? Það hefur samt enginn minnst á það. Það er örugglega bara af því að hún er svo ógeðslega lítil og horuð að það hefur enginn tekið eftir henni ! Hahaha - góóóóður !!

---

Ekki nema vika þar til að við flytjum í höllina okkar. Það verður reyndar eitt vandamál fyrstu nóttina; við höfum ekkert rúm til að sofa á, engar sængur til að sofa undir og enga kodda til að hvíla lúin höfuð ! Þar sem að við tökum lestina klukkan 21 frá Holbæk, þá verðum við mætt til Århus klukkan 00, og því miður eru engar húsgagnavöruverslarnir opnar á miðnætti.
Þannig að við ákváðum að líta bara á þetta sem ævintýri - fjandinn hafi það, við getum alveg sofið eina nótt á gólfinu, hugsuðum við með okkur. Svo að Martin hringdi og pantaði rúm, og bað um að fá það sent á laugardaginn,.. en þá er ekki keyrt út á laugardögum. Þannig að þá eru góð ráð dýr og aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að sofa á gólfinu alla helgina, eða hreinlega leigja okkur bílaleigubíl og keyra sjálf um og ná í húsgögnin ( Ég veit ÉG er massi,... en ég treysti ekki Martini fyrir því að halda undir hinn endann á rúminu meðan við hjólum með það í gegnum bæinn !!!! ) Þannig að ég hugsa að bílaleigubíllinn verði fyrir valinu ! En annars kemur þetta bara allt saman í ljós þegar nær dregur. ( Þegar nær dregur ?? Þetta er nú þegar komið alveg skuggalega nálægt !!! :)

Ohh well ohh well litlu lömbin mín
ek mun nú matreiða og eta
kveðjur að handan,....

 






This page is powered by Blogger. Isn't yours?