þriðjudagur, maí 18, 2004

12 DAGAR..... 

Jæja ! Er ekki mín bara komin í kjólinn sem hún er búin að vera að vesenast í að sauma síðan 6 í gærkvöldi. Fór s.s með mömmu í gærmorgun og keypti efni, frekar ódýr og góður kostur ef að maður kann að sauma, því það er til alveg ÓGEÐSLEGA MIKIÐ úrval. ( Ekki það samt að ég kunni að sauma, hef alltaf getað krafsað mig framúr þessu öllu saman, en gæðin eru nú ekkert sérstök !)
Allavegana, þá byrjaði ég s.s að sauma um kl. 18 í gær og tók mér hlé 22 og svo byrjaði ég aftur kannski svona 14 í dag og kláraði svona 18 ( með ágætum hléum inn á milli ).
Einhversstaðar þarna á milli fór ég með Guðrúnu og náði í miðann hennar á HSÍ-hófið og svo fórum við í leiðinni í Virku og keyptum efni í kjól handa henni. Þannig að það er bara sauma sauma sauma áfram í kvöld. Hún er að fara að koma til mín, þannig að þá er bara að skella sér í þetta.
Það er aldrei að vita nema maður taki mynd af kjólnum á morgun og setji hana hérna inn. Bara aaaaldrei að vita.

Annars er ég bara að fara að borða og halda áfram að sauma, þannig að ég ætla ekki að eyða of miklum tíma í að skrifa inn á þetta bölvans blogg, sem enginn les á annað borð !!! ( Nema mamma :)

Adios amigos
y hasta la vista
Ernos amos




This page is powered by Blogger. Isn't yours?